Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar
legleika í þeim þegnlega skilningi, ací hið mennska yrði ómennskri grimmd
yfirsterkara, heldur taldi hann innsta kjarna málsins felast í upprætingu hins
dýrslega fyrir tilverknaS hins mannlega, í menningarframvindu á kostnaS
upprunaleikans. Hér víkur Marx nokkuS frá skoSun Fouriers, sem tengdi
frelsun konunnar fyrst og fremst frelsi henni til handa á sviSi kynlífs. Marx
segir á einum staS: „Samband karls og konu er eSlilegasta samband sem tek-
izt getur milli tveggja mannvera. Slíkt samband gefur því nokkra vísbend-
ingu um aS hvaSa marki eSlislæg hegSun manns sé gædd mennsku inntaki og
eins um þaS, aS hve miklu leyti hinn mennski eSlisþáttur skapgerSar hans
sé honum runninn í merg og bein, þ. e. um þaS, hvort hann sé í raun uppi-
staðan í innsta eSli hans.“ Þetta er dæmigert viSfangsefni í æskuritum Marx.
Hugmyndir Fouriers komust aldrei út yfir stig hins útópíska siSaboðskapar.
Marx tók upp hugmyndir hans, umbreytti þeim og aSlagaði þær heimspeki-
legri gagnrýni sinni á sögu mannkynsins. En Marx hélt fast við þá hlutfirrtu
hugmynd Fouriers, að þjóðfélagsstaða kvenna væri marktækur vitnisburður
um það, hve langt hinni félagslegu framvindu væri komið. í reynd hefur
þetta í för með sér, að vandamálið verður einungis táknræns eðlis — við gef-
um því algilt inntak, en sviptum það um leið sértæku eðli sínu. Tákn koma
í stað einhvers eða eru leidd af einhverju öðru. í æskuritum sínum lítur Marx
á konuna sem mannfræðilega einingu og skoðar hana sem algerlega sértækt
tilverufyrirbæri. Sjónarhorn Marx er annað í síðari verkum hans, þar sem
hann fjallar um fjölskylduna, því að þar lítur hann svo á, að þetta fyrirbæri
verði að skoða í réttu samhengi rúms og tíma: „... það kemur ekki fram
nein gagnrýni á hjónabandið, eignarréttinn og fjölskylduna, vegna þess að
hér er einmitt um að ræða þær burðarstoðir, sem forræði borgarastéttarinn-
ar hvílir á, og það er einmitt sú mynd, sem þessi fyrirbæri taka á sig, sem
gera borgarann að borgara ... í hinum borgaralegu siðgæðisviShorfum birt-
ist í altækri mynd ein hliðin á viðhorfi borgarans til lífsins og tilverunnar. í
raun og veru er ekki unnt að tala um fjölskylduna sem slíka. Á yfirstandandi
skeiði borgaralegra þjóðfélagshátta mótast fjölskyldan af því, að hún er
borgaraleg. Tengiafl hennar eru leiðindi og peningar, sem fela þó jafnframt í
sér upplausn fjölskyldunnar í borgaralegu þjóðfélagi, enda þótt fjölskyldan
verði sem fyrirbæri til framvegis. Auvirðileiki fyrirbærisins á sér andhverfu
í þeirri skinheilögu skrúðmælgi og botnlausu hræsni, sem einkennir hina
opinberu hugmyndafræði á þessu sviði ... Innan verkalýðsstéttarinnar þekk-
ist hugtakið fjölskylda alls ekki ... Heimspekingar 18. aldar gengu af fjöl-
skylduhugtakinu dauðu, af því að sú fjölskylda, sem um var að ræða, var þeg-
196