Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar
að sýna fram á að löghyggja eðlisfræðinnar væri fyllilega samrýmanleg sjálf-
ræði manna um gerðir sínar. Við slíkan vanda vildi hann glíma. Og sá var
honum líka samboðinn.
Vitaskuld er þess enginn kostur að reifa kenningu Kants á þessum blöðum,
svo margbrotin og torskilin sem hún er. En um tvö einföld atriði ber mér að
fara örfáum orðum, hið fyrra úr sálarfræðinni, hið síðara úr aðferðarfræð-
inni. Áður er minnzt á þá kenningu sem Jóhann Páll þykist hafa eftir Kant að
„reynslan sé reglubundin umsköpun veruleikans“ og sagt að hún eigi sér
enga stoð í ritum hans. Hitt má kannski segja og er stundum sagt að Kant
hafi talið mannlega skynsemi eða öllu heldur mannlegan skilning eiga mik-
ilsverðan þátt í mótun reynslunnar. En jafnvel þetta orðalag er villandi með
því að það gefur til kynna að Kant hafi verið í mun að benda á að hugmyndir
manns eða hleypidómar geta haft nokkur áhrif á reynslu hans, til dæmis get-
ur trú manns á drauga valdið því að hann sjái draug. En Kant hafði ekkert
slíkt í huga. Skoðun hans var sú að engin skynjun gæti átt sér stað nema
til kæmu forsendur hennar sem sjálfar væru ekki reistar á neinni reynslu.
Slíkar forsendur allrar skynjunar taldi hann tvær, hugtökin tíma og rúm.
Lesandinn má ekki láta sér bregða þótt honum þyki þessi hugmynd svolítið
torskilin. Það er hún vissulega. En enn verð ég að stilla mig um tilraun til
frekari skýringar. Þess eins má geta að kenning Kants um tíma og rúm sem
forsendur allrar skynjunar fremur en skynjanleg fyrirbæri var meðal annars
til þess gerð að eyða ýmsum vandkvæðum sem Leibnitz hafði vakið máls á í
gagnrýni sinni á þeirri frumsetningu Newtons að til væri algilt rúm og al-
gildur tími er líta yrði á sem sjálfstæðan veruleika. Og að þessu leyti þjónaði
kenningin auðvitað aðferðarfræðilegum tilgangi fremur en sálfræðilegum.
Því má bæta við að ósennilegt er að kenningin standist gagnrýni í þessu
tilliti: „tilraun Kants til að eyða [vandkvæðum hefðbundinnar rúmfræði og
eðlisfræði] með því að afneita hlutlægi rúmsins verður naumast tekin al-
varlega,“ segir Albert Einstein.20
í hinni eiginlegu aðferðarfræði (ef svo má að orði komast) verða hlið-
stæðar hugmyndir um forsendur eða frumskilyrði allrar reynslu og könnun-
ar fyrir Kant. Þar fjallar hann meðal annars um orsakalögmálið sem fyrr er
nefnt, en sú rökræða er einn þáttur tilraunar hans til að ráða gátu löghyggj-
unnar og mannlegs sjálfræðis. Orsakalögmálið segir að sérhver atburður eigi
sér orsök eða að atburðirnir gerist ófrávíkj anlega með reglubundnum hætti,
hver sem regla þeirra kann að reynast vera. Þetta lögmál hafði Hume talið
staðhæfingu um staðreyndir, en Kant sá ýmsa annmarka á þeirri skoðun og lét
296