Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Síða 106
Tímarit Máls og menningar að sýna fram á að löghyggja eðlisfræðinnar væri fyllilega samrýmanleg sjálf- ræði manna um gerðir sínar. Við slíkan vanda vildi hann glíma. Og sá var honum líka samboðinn. Vitaskuld er þess enginn kostur að reifa kenningu Kants á þessum blöðum, svo margbrotin og torskilin sem hún er. En um tvö einföld atriði ber mér að fara örfáum orðum, hið fyrra úr sálarfræðinni, hið síðara úr aðferðarfræð- inni. Áður er minnzt á þá kenningu sem Jóhann Páll þykist hafa eftir Kant að „reynslan sé reglubundin umsköpun veruleikans“ og sagt að hún eigi sér enga stoð í ritum hans. Hitt má kannski segja og er stundum sagt að Kant hafi talið mannlega skynsemi eða öllu heldur mannlegan skilning eiga mik- ilsverðan þátt í mótun reynslunnar. En jafnvel þetta orðalag er villandi með því að það gefur til kynna að Kant hafi verið í mun að benda á að hugmyndir manns eða hleypidómar geta haft nokkur áhrif á reynslu hans, til dæmis get- ur trú manns á drauga valdið því að hann sjái draug. En Kant hafði ekkert slíkt í huga. Skoðun hans var sú að engin skynjun gæti átt sér stað nema til kæmu forsendur hennar sem sjálfar væru ekki reistar á neinni reynslu. Slíkar forsendur allrar skynjunar taldi hann tvær, hugtökin tíma og rúm. Lesandinn má ekki láta sér bregða þótt honum þyki þessi hugmynd svolítið torskilin. Það er hún vissulega. En enn verð ég að stilla mig um tilraun til frekari skýringar. Þess eins má geta að kenning Kants um tíma og rúm sem forsendur allrar skynjunar fremur en skynjanleg fyrirbæri var meðal annars til þess gerð að eyða ýmsum vandkvæðum sem Leibnitz hafði vakið máls á í gagnrýni sinni á þeirri frumsetningu Newtons að til væri algilt rúm og al- gildur tími er líta yrði á sem sjálfstæðan veruleika. Og að þessu leyti þjónaði kenningin auðvitað aðferðarfræðilegum tilgangi fremur en sálfræðilegum. Því má bæta við að ósennilegt er að kenningin standist gagnrýni í þessu tilliti: „tilraun Kants til að eyða [vandkvæðum hefðbundinnar rúmfræði og eðlisfræði] með því að afneita hlutlægi rúmsins verður naumast tekin al- varlega,“ segir Albert Einstein.20 í hinni eiginlegu aðferðarfræði (ef svo má að orði komast) verða hlið- stæðar hugmyndir um forsendur eða frumskilyrði allrar reynslu og könnun- ar fyrir Kant. Þar fjallar hann meðal annars um orsakalögmálið sem fyrr er nefnt, en sú rökræða er einn þáttur tilraunar hans til að ráða gátu löghyggj- unnar og mannlegs sjálfræðis. Orsakalögmálið segir að sérhver atburður eigi sér orsök eða að atburðirnir gerist ófrávíkj anlega með reglubundnum hætti, hver sem regla þeirra kann að reynast vera. Þetta lögmál hafði Hume talið staðhæfingu um staðreyndir, en Kant sá ýmsa annmarka á þeirri skoðun og lét 296
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.