Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar
Þó við vitum það sem við vitum, sagði hr. Spíró, erum við ekki hlutdræg.
Persónulega er ég neójohnthomisti, ég fer ekki dult með það. En ég læt það
ekki hindra lauslæti mitt. Podex non destra sed sinistra — hvílík smá-
mennska! Blaðið okkar er opið bjánum af hvaða trúarflokki sem er, enda
finnast frjálshyggjumenn í heiðursmeðlimaskrá okkar. Persónulegt framlag
mitt til viðbótarfriðþægingarinnar, Ein Andleg Stólpípa og Gegn Trúarlegu
Harðlífi, er svo teygjanlegt, svo laust í reipunum, að presbytani gæti notið
þess án óþæginda.
En hvers vegna er ég að ónáða yður með þessu, yður ókunnan mann.
Vegna þess að í kvöld verð ég að tala við einhvern samferðamann. Hvar farið
þér úr herra minn?
Vöttur nefndi staðinn.
Afsakið? sagði hr. Spíró.
Vöttur nefndi staðinn aftur.
Þá verðum við að hafa hraðan á, sagði hr. Spíró.
Hann tók blað upp úr vasa sínum og las:
Lourdes
Basses-Pyrénées
France
Heiðraði herra!
Rotta, eða annað lítið dýr, nartar í oblátu.
1. Étur hún líkama Krists, eða eigi?
2. Ef eigi, hvað varð um hann?
3. Hafi hún gert það, hvað á þá að gera við hana?
Virðingarfyllst.
Martin Ignatius Mac-Kenzie
(Höfundur The Chartered Accountant’s Saturday Night)
Nú svaraði hr. Spíró þessum spurningum, þ. e. a. s. hann svaraði spurningu
nr. 1 og hann svaraði spurningu nr. 3. Hann gerði þetta ítarlega, og vitnaði
til sankta Bonaventúra, Péturs Lombards, Alexanders frá Hales, Sanchez,
Suarez, Henno, Soto, Diana, Concina og Dens, því hann hafði nægan tíma.
En Vöttur heyrði ekkert af þessu, vegna annarra radda, sem sungu grétu full-
yrtu muldruðu óskiljanleg orð í eyra hans. Þessu var hann ekki kunnugur,
né heldur ókunnugur. Svo hann brást ekki óeðlilega við. Þessar raddir, stund-
um sungu þær aðeins, stundum grétu þær aðeins, stundum fullyrtu þær aðeins,
246