Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 25
Bylting sem ehki sér fyrir endann á
enn ekki slakað neitt á varðandi þetta atriði, en þeir eiga æ erfiðara upp-
dráttar. Aðalinntak þess kynlífssiðgæðis, sem kristindómur og gyðingdómur
boða, felst í kröfunni um að karlar jafnt sem konur skuli varðveita hrein-
leika sinn, þar til þau giftast og vera maka sínum fullkomlega trú í hjóna-
bandinu. Að því er tekur til kröfunnar um skírlífi fyrir hjónaband, leynir sér
ekki, að ofangreind siðgæðisviðhorf eru á hröðu undanhaldi, og mikill hluti
almennings lítur á áðurnefnt boðorð sem dauðan bókstaf.“
Sú frjálsræðisbylgja, sem risið hefur á sviði kynlífsins á okkar dögum, get-
ur við ríkjandi aðstæður átt þátt í að stuðla að auknu frelsi kvenna almennt.
Á sama hátt er hugsanlegt, að hún sé fyrirboði kúgunar af nýju tagi. Hug-
mynd hinnar stranglífu borgarastéttar um konuna sem „mótleikara“ karl-
mannsins, hefur skapað frumforsendur þess, að hún megi öðlast frelsi. Þessi
hugmynd er undirstaða þess, að jafnrétti kynjanna hefur verið lögleitt, en
það hefur svo orðið að greiða því verði, að áþjánin hefur aukizt. Á sama hátt
og einkaeignarrétturinn sjálfur hefur orðið hemill á frekari framþróun, hef-
ur reyndin orðið sú, að lögbundið jafnrétti hefur orðið þrándur í götu frek-
ari þróunar í frjálsræðisátt á sviði kynlífsins. Markaðskerfi kapítalismans
hefur í sögulegu samhengi verið forsenda sósíalismans; er þá óhugsandi, að
hjúskaparvenjur hins borgaralega þjóðfélags geti með svipuðum hætti skap-
að forsendur fyrir frelsun konunnar (þó að þeirri skoðun sé gersamlega
hafnað í Kommúnistaávarpinu) ?
Félagsmótunin
Konunni er frá náttúrunnar hendi áskapað að ala börn, en sem uppalandi
þessara barna sinnir hún menningarlegri köllun. Þjóðfélagsleg staða kvenna
ákvarðast ekki hvað sízt af þessu uppeldishlutverki þeirra. Konan á hæfni
sína til að gegna áðurnefndu uppeldishlutverki lífeðlisfræðilegum eiginleik-
um sínum að þakka. Hún getur haft börnin á brjósti, og stundum á hún erfitt
um vik að inna af hendi verulega erfiðisvinnu. Rétt er að taka fram þegar í
upphafi þessa máls, að ekkert sjálfvirkt orsakasamhengi er milli þess að vera
hæfur til að gera eitthvað og þess að hljóta óhj ákvæmilega að gera það.
Lévi-Strauss segir á einum stað: „Undantekningarlaust virðist haga svo til í
mannlegu samfélagi, að konur ali börn og annist þau, en karlmenn einbeiti
sér að veiðum og hernaði. Engu að síður getum við hitt fyrir samfélög, þar
sem þessi mörk eru óskýr; karlmenn ala að vísu aldrei börn, en í mörgum
samfélögum ... er ætlazt til af þeim, að þeir hegði sér eins og þeir væru að
því.“ í frásögn Evans-Pritchards af Nuerættbálkinum er einmitt að finna
215