Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Page 25
Bylting sem ehki sér fyrir endann á enn ekki slakað neitt á varðandi þetta atriði, en þeir eiga æ erfiðara upp- dráttar. Aðalinntak þess kynlífssiðgæðis, sem kristindómur og gyðingdómur boða, felst í kröfunni um að karlar jafnt sem konur skuli varðveita hrein- leika sinn, þar til þau giftast og vera maka sínum fullkomlega trú í hjóna- bandinu. Að því er tekur til kröfunnar um skírlífi fyrir hjónaband, leynir sér ekki, að ofangreind siðgæðisviðhorf eru á hröðu undanhaldi, og mikill hluti almennings lítur á áðurnefnt boðorð sem dauðan bókstaf.“ Sú frjálsræðisbylgja, sem risið hefur á sviði kynlífsins á okkar dögum, get- ur við ríkjandi aðstæður átt þátt í að stuðla að auknu frelsi kvenna almennt. Á sama hátt er hugsanlegt, að hún sé fyrirboði kúgunar af nýju tagi. Hug- mynd hinnar stranglífu borgarastéttar um konuna sem „mótleikara“ karl- mannsins, hefur skapað frumforsendur þess, að hún megi öðlast frelsi. Þessi hugmynd er undirstaða þess, að jafnrétti kynjanna hefur verið lögleitt, en það hefur svo orðið að greiða því verði, að áþjánin hefur aukizt. Á sama hátt og einkaeignarrétturinn sjálfur hefur orðið hemill á frekari framþróun, hef- ur reyndin orðið sú, að lögbundið jafnrétti hefur orðið þrándur í götu frek- ari þróunar í frjálsræðisátt á sviði kynlífsins. Markaðskerfi kapítalismans hefur í sögulegu samhengi verið forsenda sósíalismans; er þá óhugsandi, að hjúskaparvenjur hins borgaralega þjóðfélags geti með svipuðum hætti skap- að forsendur fyrir frelsun konunnar (þó að þeirri skoðun sé gersamlega hafnað í Kommúnistaávarpinu) ? Félagsmótunin Konunni er frá náttúrunnar hendi áskapað að ala börn, en sem uppalandi þessara barna sinnir hún menningarlegri köllun. Þjóðfélagsleg staða kvenna ákvarðast ekki hvað sízt af þessu uppeldishlutverki þeirra. Konan á hæfni sína til að gegna áðurnefndu uppeldishlutverki lífeðlisfræðilegum eiginleik- um sínum að þakka. Hún getur haft börnin á brjósti, og stundum á hún erfitt um vik að inna af hendi verulega erfiðisvinnu. Rétt er að taka fram þegar í upphafi þessa máls, að ekkert sjálfvirkt orsakasamhengi er milli þess að vera hæfur til að gera eitthvað og þess að hljóta óhj ákvæmilega að gera það. Lévi-Strauss segir á einum stað: „Undantekningarlaust virðist haga svo til í mannlegu samfélagi, að konur ali börn og annist þau, en karlmenn einbeiti sér að veiðum og hernaði. Engu að síður getum við hitt fyrir samfélög, þar sem þessi mörk eru óskýr; karlmenn ala að vísu aldrei börn, en í mörgum samfélögum ... er ætlazt til af þeim, að þeir hegði sér eins og þeir væru að því.“ í frásögn Evans-Pritchards af Nuerættbálkinum er einmitt að finna 215
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.