Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 21
Bylting sem ekki sér fyrir endann á ingarsamfélögum Vesturlanda hafi kynlífið verið reyrt í slíkar ófrelsisviðjar, að slíks séu engin dæmi annars staðar á byggðu bóli. Young er talsmaður aukins frjálsræðis á sviði kynlífsins, og hann gerir í bók sinni allrækilegan samanburð á ástandi þessara mála í nútímaþjóðfélagi og þeim viðhorfum, sem ríkja meðal Austurlandaþjóða og einkenndu menningarsamfélög forn- aldar. Það hlýtur þó að vekja nokkra athygli manna, að í bók sinni víkur hann alls ekkert að stöðu kvenna í þessum ólíku samfélögum, og hann gerir heldur enga grein fyrir þeim margbreytilegu hjúskaparháttum, sem þar hafa tíðkazt. Af þessu leiðir, að öll málafylgja Youngs líkist einna mest hreinni rökþraut; hún sýnir okkur í öfugri speglun þá sósíalísku umræðu um þjóð- félagsstöðu kvenna, sem lætur hjá líða að taka til meðferðar vandamál þau, sem tengd eru frjálsræði á sviði kynlífsins og inntaki þess. Það er raunar laukrétt, að ýmis austurlenzk menningarsamfélög og menningarsamfélög í fornöld (og ekki sízt frumstæðar þjóðir) hafa aðhyllzt miklu meira frjáls- ræði á þessu sviði en viðgengizt hefur á Vesturlöndum, en fáránlegt er að ætla, að hér sé um að ræða gildismat, sem sprettur upp af sjálfri samfélags- gerðinni á þessum stöðum, og að unnt sé að yfirfæra það á önnur samfélög. Ef málið er skoðað niður í kjölinn, kemur í ljós, að í mörgum þeirra samfélaga, er bjuggu við frjálsræði í kynferðismálum, var þetta frjálsræði aðeins á yfirborðinu, en undir því duldist eigingjarnt fjölkvæni, þannig að hið meinta frjálsræði var í reynd órækur vitnisburður um forræði karlmannsins. Þetta kynferðislega frelsi birtist okkur líka oft á eðlilegan og máttugan hátt í ýmsum listaverkum og þarf engan að undra það, þar eð það voru karlmenn fyrst og fremst, sem sinntu listsköpun. Þessi listaverk fela svo að margra máli í sér algilda mynd af mannlegum samskiptum í viðkomandi samfélagi. En slík afstaða leiðir út í hreinar ógöngur. í þessum efnum er engan veginn mest aðkallandi að rekja söguleg dæmi á einfeldningslegan og ábyrgðar- þrunginn hátt, heldur er sú þörfin brýnust, að menn reyni að gera sér ein- hverja grein fyrir því, hvort um fylgni er að ræða í einstökum þjóðfélögum milli víðsýni og frjálslyndis í kynferðismálum annars vegar, og þeirrar virð- ingar, sem konur njóta hins vegar í sömu þjóðfélögum. Nokkur atriði liggja alveg í augum uppi. Sjálf söguþróunin lýtur díalektískum lögmálum í miklu ríkari mæli en áhangendur frjálslyndisstefnunnar vilja vera láta í skrifum sínum. Otakmarkað, lögleyft fjölkvæni — að ekki sé minnzt á þá „kynvæð- ingu“ menningarinnar, sem því er samfara, jafngildir ótvírætt því að svipta konur ákvörðunarrétti yfir sjálfum sér og býður því harðvítugri kúgun heim. Kínverskt þjóðfélag í fornöld birtir okkur skýra mynd af því ástandi, sem 211
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.