Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Blaðsíða 9
Bylting sem ekki sér fyrir endann á
verið sameiginlegt hlutskipti kvenna og verkalýðs. ... Konur voru fyrstu
mannverurnar, sem fengu að kenna á ánauðarfjötrunum, þær voru þrælk-
aðar áður en þrœlahald varð til."1 Bebel var sammála þeim Marx og Engels
um, að réttleysi konunnar ákvarðaðist að verulegu leyti af veikum líkams-
burðum hennar. Hann lagði einnig áherzlu á mikilvægi erfðaskipanarinnar, en
tefldi að auki fram líffræðilegum þætti — móðurhlutverkinu, sem hann kvað
ráða mestu um, hve konur væru efnalega háðar körlum. En Bebel fór líkt og
forverum hans; hann varð að láta við það sitja að lýsa yfir að sósíalisminn
einn gæti tryggt jafnrétti kynjanna. Hugmyndir hans um framtíðina voru
óljós draumsýn án nokkurra tengsla við lýsingu hans á fortíðinni. Hann
leiddi einnig hjá sér að ræða, hvernig settu marki skyldi náð og hafnaði af
þeim sökum í bjartsýni viljahyggjumannsins, sem lætur veruleikann lönd og
leið. Lenín kom fram með fjölmargar ábendingar um einstök atriði málsins,
en hann reisti skoðanir sínar á hugmyndaarfi, sem hreinlega fól í sér þá
fyrirfram viðurkenndu skoðun, að sósíalismi þýddi frelsun konunnar, án þess
að nokkur tilraun væri gerð til að sýna fram á í einstökum atriðum, hvernig
þetta skipulag myndi breyta þjóðfélagsstöðu kvenna: „Ef konur fást ekki til
sjálfstæðrar þátttöku bæði í stjórnmálum almennt og eins í hvers konar öðr-
um opinberum málum, stoðar ekkert að tala um traust og fullgilt lýðræði,
hvað þá sósíalisma.“2
Það hefur verið, og er, hugsjón og keppimark sósíalista að stuðla að frelsi
kvenna, en kvenfrelsishugsjónin hefur samt verið eins og villiblóm í vermi-
reit sósíalískrar hugmyndafræði og ekki átt þar sinn eðlilega sess.
Hitt kynið
Það, sem sagt hefur verið hér að framan, á ekki við um hið mikla rit
Simone de Beauvoir, Hitt kynið, sem er merkasta rit um þetta efni, sem enn
hefur séð dagsins ljós. Höfundur beinir athygli sinni einkum að stöðu kvenna
á umliðnum öldum. En í eftirmála að bókarlokum er með fremur óljósum
orðum látin í ljós sú skoðun, að sósíalisminn muni hér leysa allan vanda og
kemur sú yfirlýsing eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Helzta fræðilega nýj-
ungin, sem de Beauvoir kom fram með, var, að bræða saman annars vegar
þær skýringar á undirokun konunnar, sem leggja áherzlu á hinn efnahagslega
þátt, og hins vegar þær, sem leggja mest upp úr hlutverki hennar við viðhald
kynstofnsins og reyna síðan að gefa sálfræðilega túlkun á þessu samræmda
1 August Bebel: Die Frau und der Soáalismus (1883), bls. 7.
2V. I. Lenin: Verkefni öreigastéttarínnar í byldngunni (1917).
199