Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 9
Bylting sem ekki sér fyrir endann á verið sameiginlegt hlutskipti kvenna og verkalýðs. ... Konur voru fyrstu mannverurnar, sem fengu að kenna á ánauðarfjötrunum, þær voru þrælk- aðar áður en þrœlahald varð til."1 Bebel var sammála þeim Marx og Engels um, að réttleysi konunnar ákvarðaðist að verulegu leyti af veikum líkams- burðum hennar. Hann lagði einnig áherzlu á mikilvægi erfðaskipanarinnar, en tefldi að auki fram líffræðilegum þætti — móðurhlutverkinu, sem hann kvað ráða mestu um, hve konur væru efnalega háðar körlum. En Bebel fór líkt og forverum hans; hann varð að láta við það sitja að lýsa yfir að sósíalisminn einn gæti tryggt jafnrétti kynjanna. Hugmyndir hans um framtíðina voru óljós draumsýn án nokkurra tengsla við lýsingu hans á fortíðinni. Hann leiddi einnig hjá sér að ræða, hvernig settu marki skyldi náð og hafnaði af þeim sökum í bjartsýni viljahyggjumannsins, sem lætur veruleikann lönd og leið. Lenín kom fram með fjölmargar ábendingar um einstök atriði málsins, en hann reisti skoðanir sínar á hugmyndaarfi, sem hreinlega fól í sér þá fyrirfram viðurkenndu skoðun, að sósíalismi þýddi frelsun konunnar, án þess að nokkur tilraun væri gerð til að sýna fram á í einstökum atriðum, hvernig þetta skipulag myndi breyta þjóðfélagsstöðu kvenna: „Ef konur fást ekki til sjálfstæðrar þátttöku bæði í stjórnmálum almennt og eins í hvers konar öðr- um opinberum málum, stoðar ekkert að tala um traust og fullgilt lýðræði, hvað þá sósíalisma.“2 Það hefur verið, og er, hugsjón og keppimark sósíalista að stuðla að frelsi kvenna, en kvenfrelsishugsjónin hefur samt verið eins og villiblóm í vermi- reit sósíalískrar hugmyndafræði og ekki átt þar sinn eðlilega sess. Hitt kynið Það, sem sagt hefur verið hér að framan, á ekki við um hið mikla rit Simone de Beauvoir, Hitt kynið, sem er merkasta rit um þetta efni, sem enn hefur séð dagsins ljós. Höfundur beinir athygli sinni einkum að stöðu kvenna á umliðnum öldum. En í eftirmála að bókarlokum er með fremur óljósum orðum látin í ljós sú skoðun, að sósíalisminn muni hér leysa allan vanda og kemur sú yfirlýsing eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Helzta fræðilega nýj- ungin, sem de Beauvoir kom fram með, var, að bræða saman annars vegar þær skýringar á undirokun konunnar, sem leggja áherzlu á hinn efnahagslega þátt, og hins vegar þær, sem leggja mest upp úr hlutverki hennar við viðhald kynstofnsins og reyna síðan að gefa sálfræðilega túlkun á þessu samræmda 1 August Bebel: Die Frau und der Soáalismus (1883), bls. 7. 2V. I. Lenin: Verkefni öreigastéttarínnar í byldngunni (1917). 199
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.