Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1971, Side 115
Skemmtilegt er myrkrið V Hamingjuóskir — áður en lýkur Rétt er að við Jóhann Páll skiljum ekki svo að skiptum að ekki hafi verið minnzt á Marx. Verður þá fyrst fyrir mér eitt átakanlegasta dæmi hand- bókahugarfarsins í ritsmíð hans. Hann víkur að mjög lauslegum og heldur gamansömum samanburði mínum á einu svonefndra Parísarhandrita Marx, „Einkaeign og sameign" sem útgefendur handritanna kalla svo, og spádóms- ritum á borð við Opinberun Jóhannesar og Völuspá. Gegn þessum saman- burði ræðst hann af nokkurri vandlætingu: „Nú ætti það að vera kunnara en frá þyrfti að segja um Marx, hve tregur hann var til ... spásagna. Gagn- stætt hinum útópísku sósialistum, sem lögðu megináherzlu á að útmála í smá- atriðum fyrirmyndarskipulag framtíðarinnar, reyndi Marx frekar að skil- greina þau spor í átt til betra og frjálsara mannlífs, sem stigin höfðu verið í undangenginni söguþróun, afhjúpa helztu hindranir í vegi þeirra og benda á leiðir til að ryðja þessum hindrunum burt.“ (JPÁ 172—173) Og rétt er orðið, mikil ósköp: þennan fróðleik má lesa hjá hverjum höfundi handbóka um jafnaðarstefnu og sameignarskipulag, jafnt þeim Stalín og Maó sem Gylfa Þ. Gíslasyni. En um þennan fróðleik er óvart alls ekki að ræða í kveri mínu. Eins og þar kemur ljóslega fram er ég á umræddum stað einungis að fjalla um siðaskoðun Marx (sem ég fer raunar fremur virðulegum orðum um sem slíka) eins og hún birtist í skýrastri mynd í æskuritum hans (ÞG 55). Og svo vill til að handritið „Einkaeign og sameign“ er einmitt frægast fyrir það að vera önnur tveggja tilrauna Marx til að fjalla berum orðum um fyrir- heitna landið. Hin er gagnrýni hans á stefnuskrá þýzka verkamannaflokksins frá síðustu árum hans.38 Næst verður á vegi mínum að Jóhann Páll segir mig hafa „stuðzt nokkuð við ,ágæta bók‘ eftir Robert C. Tucker (Philosophy and Myth in Karl Marx)“ og bætir síðan við: „Bók þessi mun vera með marklausari níðritum, sem sett hafa verið saman um Marx“ (JPÁ 173). Orðalagið bendir óneitanlega til að hann hafi alls ekki lesið bókina. Hins vegar virðist hann vera kunnugur árás Istváns Mészáros á Tucker í ritinu Firringarkenning Karls Marx (Marx’s Theory of Alienation). Um þetta er þess fyrst að geta að ég segist hvergi styðjast við bók Tuckers, heldur vísa ég lesendum mínum á hana þeim til fróðleiks og skemmtunar. Þá má nefna að því fer fjarri að ég fylgi höfuðkenningu Tuckers í kveri mínu, þeirri að engan verulegan greinarmun megi gera á æskuritum Marx og Auð- 20 TMM 305
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.