Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 49
Shakespeare á meSal vor — Vélin Mikla böðull. Þarna er það sem Shakcspeare reisir öndverðar hinar miklu and- stæður, lögmál siðgæðisins og lögmál sögunnar. Ríkarður þriðji jafnar sér til Machiavellis, og hann er sannur þjóðhöfð- ingi. Hann er að minnsta kosti þjóðhöfðingi sem hefur lesið Þjóðhöfðingj- ann. Stjórnmál eru honum hreinir hagsmunir, list, sem hefur völd að tak- marki. Stjórnmál eru ekki siðræn list fremur en brúarsmíð eða skylminga- leikur. Mannlegar ástríður og mennirnir sjálfir eru leir sem móta má að vild. Veröldin öll er heljarstór leirhnaus sem hægt er að hnoða í hendi sér. Ríkarður þriðji er ekki eingöngu nafnið á einum þeirra konunga sem gengið hafa upp stigann mikla. Ekki er hann heldur heiti á neinni sér- stakri konunglegri stöðu, sem Shakespeare lýsir í söguverkum sínum. Rík- arður þriðji er sjálft hugvit Hinnar Miklu Vélar, vilji hennar og vimnd. Hér sýnir Shakespeare í fyrsta sinn mannsandlit Vélarinnar Miklu; Ijótt andlit og skelfilegt með grimmdar-vipru á vör; en hrífandi andlit samt. VII Ríkarður þriðji kemur fyrstur þeirra mikils háttar manna, sem Shake- speare hefur gætt allri sögulegri reynslu sem verða má, í því skyni að lúka sínum dapurlegu reikningum við raunsannan heim. Þessir reikningar hefj- ast þar sem Ríkarður mætir Onnu prinsessu. Það er eitt hið stórkostlegasta leikatriði sem Shakespeare hefur samið, og eitt hið stórkostlegasta sem nokkurn tíma hefur samið verið. Anna prinsessa fylgir opinni kistu sem þjónar bera; í kismnni er lík tengdaföður hennar, Hinriks sjötta. Ríkarður hefur látið myrða hann í Turni. Hann hafði áður drepið mann hennar, Játvarð, og föður hennar, jarlinn í Varvík. Var það daginn áður? Fyrir viku, mánuði, ári? Tími hefur hér enga merkingu; honum er þjappað saman í eina langa nótt, eina þrúgandi langviku. Ríkarður stöðvar líkfylgdina. Meðan turnklukkan telur sex mínútur, sem taka yfir þrjár blaðsíður í Orkinni1, í fjörutíu og þrem leikorðum, telur hann um fyrir konu þeirri, sem hann hefur með morðum svipt eigin- manni, föður og tengdaföður, að hún vitji hans í svefnskála af eigin hvömm. Stanzið, burðarmenn! Látið niður líkið! 1 Fyrsta heildarsafn Shakespeares-leikrita, sem út kom í arkarbroti 1623. 143
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.