Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 63
Maður rósarinnar manna. Síst hefði munkinum sómt illa herklæði þess fyrst nefnda, herða- slá og fimur hestur hins síðarnefnda eða léttur klæðnaður og vopn skæru- liðans. En faðir Espínoza var eitthvað gerólíkt, þótt hann hefði auðveld- lega getað verið einhver áður nefndra manna. Hann var einfaldur í hátt- um, skilningsgóður, skarpskyggn, gæddur brennandi þróttmikilli trú, per- sónutöfrum og trúarhrifningu, en gersneyddur allri lausung. Espínoza hafði ferðast um Araúcanahéraðið þvert og endilangt um fimmtán ára skeið. Indíánar, sem nutu trúfræðslu hans, tignuðu hann. Væri lögð fyrir hann spurning, brosti hann og veitti greið svör. Og það var engu líkara en hann ræddi ævinlega við einfaldar sálir, sama eðlis og sál hans sjálfs. Faðir Espínoza var þannig trúboðsmunkur, heilsteyptur maður og kol- skeggjaður. Samstæður fjöldi prímsignaðs fólks fyllti forgarð klaustursins daginn eftir að trúboðsvikan hafði verið auglýst, en einmitt þar átti að halda hana. Chílotefuglar, landbúnaðarverkamenn, iðnverkamenn, indíánar, flæking- ar og timburfleytingamenn flykktust hæglátir inn í forgarðinn í leit og bið eftir lausnarorðum trúboðanna. Þetta var fólk klætt tötrum, flest ber- fætt eða í grófum tágaskóm. Sumir báru ekkert annað fata en nærskyrtu og brækur, óhreinar flíkur og slitnar af mikilli notkun. Andlit karlmann- anna voru sollin af víndrykkju og fáfræði. Allt þetta fólk var afskræmt, komið úr nærliggjandi skógum og hreysum borgarinnar. Trúboðarnir voru orðnir vanir samkomugestum af þessu tagi, og þeim var ljóst að flestir ógæfumannanna komu fremur sökum örlætis trúboðs- ins en í leit að sannleikanum, enda höfðu munkarnir fyrir sið að dreifa matvælum og klæðum meðal fólks, sem þjáðist mest af hungri og klæð- leysi. Hetmmunkarnir unnu sleimlaust allan daginn. Fólkið stóð í hnapp undir trjáninn eða í hornum garðsins og svaraði einföldum spurningum kversins eins samviskusamlega og það gat, eða samkvæmt því sem hafði verið kennt. Hvar er Guð? Uppi í himninum, niðri á jörðinni og alls staðar, svaraði fólkið í hræði- lega hljómlausum kór. Faðir Espínoza var færastur í mngu innfæddra og skýrði fyrir indíán- unum kenningu kversins, en það var þrautaverk, sem gat slitið gersamlega 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.