Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 73

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 73
Manúel Rojas, Chíle skap um dýrðarríki. Skáldið greip síðan stöku sinnum til stílbragða, svo að hjakkið og haltrið frá sólsemrsglóð til dagsbrúnar yrði listrænt og ekki um of einhæft fyrir athygli lesandans. I nýríkum heimi sínýrrar vöru og fjölbreytts vöruúrvals var skylt að hafa einnig fjölbreytni í listum. Það var kall bandaríska tímans: höfund- urinn var sífellt að endurnýja sig, hann var nýr með hverri bók. Eins og allt annað var listin efnahagslegs eðlis, vara og peningar. Listin var ekki fyrir listina, að kröfu fagurkerans, heldur fyrir peningana. Hún hætti að vera hættulegur leyndardómur, og listamaðurinn var ekki neinn óútreikn- anlegur Loki, heldur ritverkamaður. Þetta voru einkenni „þjóðlegra" bókmennta Chíle á árunum fyrir og eftir seinni heimsstyrjöldina. Rojas reyndi að smeygja sér undan háfjalla- og heiðaskáldskapnum (þessi skáldskapur átti reyndar rætur að rekja til heiða- og háfjallabókmennta Englands á nítjándu öld), sem hlaut þjóð- legan einyrkjablæ og skásettan augnsvip indíánans við skrifborð einhvers undanvillings borgarastéttarinnar, alþýðuvinar, í Santíago eða Valparíso, sem hafði lært alþýðumál af þjónustufólkinu á æskuheimili sínu og ein- hverri ömmu. Rojas aðhylltist í fyrsm kenningar Tolstojs — tolstojskar nýlendur voru algengar í löndum Suðurameríku — síðan snerist hann á sveif með stjórn- leysingjum, en gerðist síðan marxisti. I bókmennmm hans gætti hins vegar anda frá Pedro Prado (1886—1952), sem skrifaði eitt skemmtilegasta verk chílenskra bókmennta, söguna af Alsíno. Hún fjallar um lítinn chílestrák, sem langar til að geta flogið. Hann klifrar upp í tré, detrnr á fluginu og verður að krypplingi. En úr kryppunni vaxa vængir og á þeim flýgur strákur í töfraheimi draumanna milli manna og hluta. En Rojas einskorðaði ekki verk sín við ljóðrænt flug ævintýrsins í furðu- heimi hins óbreytta manns, heldur hvarf hann að einslags hversdagsraun- sæi. Bestum árangri náði hann í Sonur þjófs, verki sem kom út í þremur bindum á árunum 1951—1958. Þetta eru minningar pilts, raktar frá æsku til sautján ára aldurs. Sagan segir frá munaðarleysi hans, fátækt, sulti, þátttöku í byltingartilraun, fangelsun, kunningjahópi hans og striti. Sagan er ekki af stofni evrópsks raunsæis. Hún er öðru fremur óður til frelsis sköpunar og skáldskapar. Rojas lýsir alþýðumanninum frá ýmsum hliðum, hann beitir tækni nálægðarinnar og veitir innsýn inn í víddir hins óbrotna manns, blessunarlega laus við viðhorf broddborgarans eða mennta- kommans. 167
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.