Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 4
Tímarit Máls og menningar fræðihefð. í ritgerðum sínum um nítjándu öld og hina tuttugustu leggur Sverrir þó ef til vill meiri áherzlu á hinn félagslega þátt, og svo er og í mörgum ritgerðum hans um íslenzka sögu. Sverrir ritaði miklu meira um almenna sögu en íslenzka, en þar liggja þó eftir hann ýmsar ágætar ritgerðir. Má ef til vill telja fremstar í flokki nokkrar ritgerðir um sjálfstæðisbaráttu Islendinga á nítjándu öld, til dæm- is hina frábæru ritgerð hans um íslenzka stjórnmálahugsun og Jón Sig- urðsson, 1951 (birt sem inngangur að úrvali úr ræðum og ritgerðum Jóns Sigurðssonar) og ritgerð um áfanga á leið íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu í Andvara 1968. Sverrir gaf út blaðagreinar Jóns Sigurðssonar, og eru komin út af þeim tvö bindi, með formála, mikilli ritgerð. Ymsar fleiri ritgerðir birti Sverrir um íslenzka sögu, þar á meðal nokkrar um sögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur var hann kallaður, en það er þó hálft í hvoru rangnefni, starfssvið hans var miklu víðara. I nærfærnum minningarorðum um hann segir vinur hans Skúli Þórðarson, að hann „langaði mest til að vera óháður rithöfundur". Mun það sannmæli. Oháð- ur rithöfundur samkvæmt þeirri evrópsku hefð sem var í gildi frá því að blaðaveldið hófst á fjórða áratug fyrri aldar og nokkuð fram á þessa öld. Raunar var Sverrir frábær blaðamaður í hjáverkum. Blaða- og tímarita- greinar eru stærsti hlutinn af ritverkum hans, og þar var hann ekki við eina fjölina felldur um efnisval. Bókmenntasaga, pólitík, mannlýsingar, ritdómar, og síðast en ekki sízt listrænn skæruhernaður dægurgreina hans. Ekki er kunnugt hversu margar ritgerðir og greinar Sverrir Kristjánsson birti í blöðum og tímaritum, en þær skipta hundruðum. I þessu tímariti birti hann hátt í fimmtíu greinar, hina fyrstu í fyrsta hefti fyrsta árgangs, en í þessu hefti birtist síðasta ræðan sem hann flutti. Telst mér til að eftir hann liggi 450—460 blaðsíður í Tímaritinu. En mest skrifaði hann í Þjóð- viljann, líklega fjórum til fimm sinnum fleiri greinar en í Tímaritið. Er þá margt ótalið í öðrum blöðum og tímaritum. Sverrir var mjög vinsæll út- varpsfyrirlesari; samkvæmt spjaldskrá ríkisútvarpsins hefur hann komið þar fram um 140 sinnum, og eru þá frátaldir upplestrar, viðtöl og þ. u. 1. En mikill hluti þess efnis hefur einnig komið á prent í bókum og tímarit- um. Að líkum lætur að úr þessum sjóði mætti safna í nokkrar bækur, jafn- vel þó aðeins væri tekið úrvalið, og væri auðvitað hin mesta nauðsyn að gefa út nokkra flokka af sagnfræðilegum ritgerðum Sverris. I bókinni Rœöur og riss (1962) var reyndar safnað saman um fjörutíu ritgerðum 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.