Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 106
Tímarit Aldls og menningar „aldrei gætu gerst hér á Islandi'' séu nær okkur en við viljum kannast við, hvort heldur við lítum til fortíðarinnar eða í eigin barm? Eg held það hljóti að vera nokkuð góð bók sem vekur slíkar spurningar. Eg hef spurt nokkra af lesendum Haustskipa hvort þeim hafi þótt bókin skemmtileg. Svarið hefur undantekning- arlaust verið: Nei. Þar skilur milli æs- ingaskrifa af kynþætti sorpblaða- mennsku og góðrar heimildasögu að í þeirri síðar nefndu getur höfundur að vísu leyft sér að skemmta um hinn óskemmtilegasta hlut eins og meistari Jón, en hann lætur lesanda aldrei gleymast það lengi í einu að hluturinn er í sjálfu sér óskemmtilegur, skelfileg- ur. Haustskip hefur þessi einkenni góðr- ar heimildasögu. Þar er sögð saga af hörmulegum atvikum, án tilfinninga- semi og án kvalalosta, á þann hátt að af henni má læra. Bókin er öll hin vandaðasta að frá- gangi. Aður hefur verið um það getið hvílíkur kostur það er að hafa heim- ildatilvísanir á spássíum. Þá er líka mesti fengur að þeim sýnishornum heimildanna sem myndir eru birtar af, bæði innan um aðaltextann og í við- bæti. I viðbætinum er sérstök ástæða til að vekja athygli á blaðsíðum úr þræla- skrá Stokkhússins sem segja langa sögu nærri því án orða, gefa m a kost á að skoða eigin augum þann mun sem verið hefur á dómhörku íslenskra valdsmanna og embættisbræðra þeirra annars staðar i ríki danakóngs. Myndir Hilmars Þ. Helgasonar auka enn gildi bókarinnar og bera því, auk listrænna verðleika sem ég er varla dómbær um, órækt vitni að hann hefur lesið bókina vel. Björn Th. Björnsson hefur hér unnið úr hinum merkustu heimildum og á lof skilið fyrir að hafa dregið þær fram og 200 séð hvað í þeim bjó. Um það má deila til eilífðarnóns á hvern hátt hefði verið hægt að vinna enn betur úr þessum iieimildum og gera af þeim enn áhrifa- meiri bók ef einhvern veginn öðruvísi hefði verið að farið. En hvað sem ölium slíkum vangaveltum líður eru Haust- skip prýðilegt verk. Vésteinn Olason. MANNSHUGURINN í RÁÐGÁTUFULLUM HEIMI1 í bók sinni f jallar Páll Skúlason um ýms- ar heimspekilegar ráðgátur, sem mönn- um eru hugstæðar nú á dögum, einnig þeim sem enga beina snerting hafa við hina lærðu heimspeki. Bókin er ekki heldur ætluð heimspekingum ein- um. Höfundur þræðir hinn vandrataða meðalveg að skýra flókið efni á Ijósu alþýðlegu máli án þess að hvika um of frá boðorði nákvæmninnar. Aðalhluti bókarinnar skiptist í þrjá meginþærti, 18 kafla alls. í knöppu rúmi gerir höfundur grein fyrir ýmsum vanda, sem leikmenn velta fyrir sér án þess þá gruni að hann býður lærðum heimspekingum einnig örðugar ráðgát- ur. Þær eru því sammannlegar og snerta framar öllu manninn sjálfan. Hver er staða hans og ætlunarverk í tilverunni? Á þessari umbyltingaröld verður mönn- um tíðrætt um firring og rótleysi innan samfélagsins, einstaklingurinn sjái ekki tilgang í lífi sínu, finni ekki sjálfan sig, en óvissan trufli persónuleikaþróun hans. Af þessu sprettur hin knýjandi spurn: Hver er ég? Aðeins eintak ákveð- 1 Páll Skúlason: Hugsun og veruleiki. Brot úr hugmyndasögu. Hlaðbúð 1975. 104 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.