Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 34
Tímarit Máls og menningar ingar. Ríkarður stígur stór skref í áttina til hásætisins. En nú skal valda- ráninu komið í kring. Nú þarf að kúga þingið og ríkisráðið, og ógna borg- arstjórninni. I þetta sinn getur að líta, hvernig þeir, sem halda að þeir séu skapendur sögunnar, eru í raun flæktir í Vélina Miklu. Hér blasir við hrein og klár ímynd stjórnmálanna, afklædd hugsjónum, mörkuð grófum dráttum. Hér skal sýndur á sviði kafli úr Þjóðhöfðingja Machiavellis, leik- atriðið mikla um valdaránið. En þetta atriði skal leikið af lifandi mönnum, og einmitt þar birtast yfirburðir Shakespeares yfir Machiavelli. Það skal leikið af mönnum, sem vita að þeir eru dauðlegir, og reyna að bjarga tór- unni, eða prútta við söguna um ofurlitla sjálfsvirðingu, sýndar-hugrekki, velsæmi. Það mun þeim ekki takast. Sagan mun smána þá fyrst, og síðan höggva af þeim höfuðið. IV Klukkan er fjögur eftir miðnætti. Það er í fyrsta sinn í harmleik, að Shakespeare setur nákvæm tímamörk. Táknrænt, að það skuli vera klukk- an fjögur eftir miðnætti. Það er smndin milli óttu og rismála; sú smnd, þegar ráð hafa verið ráðin á hærri stöðum, þegar það hefur gert verið sem gera þurfti. En það er líka sú smnd, þegar enn má bjargast á flótta að heiman. Síðasta smndin sem leyfir frjálst val. Högg á hurðu kveða við; einhver drepur hvatlega á dyr. SENDIBOÐI: Herra! HASTINGUR (innan dyra): Hver barði? SENDIBOÐI: Boð frá herra Stanley! HASTINGUR (innan dyra): Nú, hvað er klukkan? SENDIBOÐI: Hún er f jögur rétt. HASTINGUR (kemur á svið): Fær Stanley ekki svefn svo napra nótt? SENDIBOÐI: Ætla má það, af því sem mér er falið; fyrst er þó kveðja hans til yðar, herra. HASTINGUR: Og svo? SENDIBOÐI: .................... þá segir hann, að háð sé tvöfalt þing. Ég dáist að þessum skjóm svipstundum í verkum Shakespeares, þegar harmleiknum er skyndilega varpað fram á svið hversdagsleikans; þegar leikhetjurnar eiga úrslita-orusm í vændum, eða hafa stofnað til samsæris, sem ræður örlögum konungsríkis, og ganga til náttverðar, eða til sængur. 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.