Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 57
Shakespeare á meðal vor — Vélin Mikla Svo þetta er þá verðmæti alls þess sem hann hefur barizt fyrir. Þetta er hið sanna gildi valdsins, sögunnar, krúnunnar sem prýðir Drottins Smurða. Einn góður hestur er meira virði en kóngsríkið allt. Þetta er loka-setning hins mikla flokks af söguleikjum eftir Shakespeare. X Arið 1958 sýndi Jasek Vostseróvits, ásamt flokki ungra leikara, nokkur atriði úr Ríkarði þriðja í Menningarstofnun Varsjár. Salurinn var þétt skip- aður, og leikendur fylltu næstum sviðsskákina litlu. Engin sérstök lýsing og enginn sviðsbúnaður. Vostseróvits fór úr frakkanum; hann var í þykkri svartri peysu með háum kraga. Hann bretti upp vinstri erminni og sýndi visinn handlegg. A vísifingri hægri handar var stór hringur. Anna prins- essa var í venjulegum kjól. Maðurinn í svörtu peysunni hafði myrt föður hennar og eiginmann. Nú bað hann hana að sofa hjá sér. Svarta peysan, með kraga sem huldi hökuna neðanverða, var að sjá sem brynja. En er þörf á brynju til að fremja morð? Aldrei hafði ég séð Shakespeare-sýningu svo samþjappaða og efnismikla. Uppfrá því beið ég eftir Ríkarði þriðja í höndum Vostseróvitsar. Loksins, snemma vetrar 1960, sýndi Vostseróvits Ríkarð þriðja í Ateneum-leikhúsinu í Varsjá. Hann gengur um hvatlega, stingur við eilítið öðrum fæti. Hann nemur staðar og fer að hlæja. Hann segir að stríðinu sé lokið, að friður sé á kom- inn, og leggja megi skörðótt sverð til hliðar. Að ofan síga raðir af járn- stöngum niður á sviðið, hver af annarri, og mynda bakgrunn. Ríkarður talar við sjálfan sig, ekki við áhorfendur. Hann hlær aftur, ekki að sjálfum sér, heldur að áhorfendum. Hann er með breitt andlit, vanhirt hár, og er í óhreinni og slitinni treyju. Svona gæti „Vostser" byrjað að leika Sganar- elle; með sama farða, sama málrómnum, sama hlátrinum. Þarna stendur hann, mjög gleiður, og vinstri handleggurinn, sá visni, hangir niður. Herra Lárens Olivier var hrífandi frá upphafi. Líkamslýtin voru rétt lauslega gefin í skyn; hann var yfirþyrmandi og ægilegur, bróðir konungs- ins. Vostseróvits talar um frið — hlæjandi. Þessi vanskapaði dvergur byrjar með fíflalátum. Þetta er hin fyrsta opinberun, og ofboð. Hann er minni en allir aðrir á sviðinu; hann þarf að líta upp til að sjá framan í þá. Hann er skringilegur. Hann veit það; hann veit allt. A nítjándu öld var Ríkarður leikinn af harmleikurum, á harmleika vísu. Hann var sýndur sem sálsjúkur stórglæpamaður, eða sem „ofurmenni“. 151
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.