Tímarit Máls og menningar

Árgangur

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 111
Erlendar bækur Handbækur Oxford útgáfunnar um bók- menntir einkennast af miklum fjölda uppsláttarorða og víxltilvitnana. Gefnar hafa verið út handbækur um franskar, amerískar og enskar bókmenntir auk uppsláttarbókar um klassískar bók- menntir. Nú bætist ný bók við þetta ágæta safn.1 Höfundarnir hófu saman- tekt þessa verks 1965 og hafa starfað að því undanfarin tíu ár. Henry Gar- land hefur starfað við háskólann í Ex- eter, sem prófessor í þýzkum bókmennt- um. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um þýzkar bókmenntir og höfunda. Mary Garland hefur sett saman bækur um Hebbel og leikrit Kleists. Rit þetta spannar tímabilið frá því um 800 og fram á sjöunda tug þessarar aldar. Fjallað er um þýzkar bókmenntir í víðri merkingu, þ. e. auk þýzkra bók- mennta eru teknar svissneskar og aust- urrískar bókmenntir. Höfundarnir rekja þróun þýzkra bókmennta undir upp- flettiorðum vissra tímabila og bók- menntastefna, fjallað er um höfunda og verk þeirra, svo og raktar samfélagsleg- ar forsendur bókmennta á hverjum tíma. Höfundarnir rekja höfuðþemu þeirra verka, sem kunnust eru og fjalla um staði og efni, sem eru á einhvern hátt tengd bókmenntaiðju. Rit þetta er 977 1 The Oxford Companion to German Literature by Henry and Mary Gar- land. Clarendon Press. Oxford 1976. blaðsíður, tvídálka og ágæti þess er fólkið í magni uppsláttarorða og því jafnvægi sem höfundum hefur tekizt að móta, en á því byggjast kostir ritsins. Það er talið að um 60—70% nýs efnis í ýmislegum þekkingargreinum komi fyrst út í tímaritum eða ársritum. Meðal rita um miðaldafræði eru t. d. Saeculum, Traditio, Deutsche Archiv fiir Erforschung d. Mittelalters, Specul- um, Cahiers de civilisation médiévale, Analecta Bollandiana og Medievalia et Humanistica, sem hefur komið út sem ársrit frá 1943 og er merkasta ritsafn um þessi fræði, sem út var gefið í Banda- rikjunum. 1970 hófst nýr flokkur þess útgefinn af alþjóðlegri nefnd fræði- manna í miðaldasögu og fræðum.2 Þetta ársrit er helgað heilagramanna sög- um og miðaldarómönsum. Um það leyti sem ritun hefst á þjóðtungum í Vesmr- Evrópu, höfðu heilagramanna sögur verið skráðar um aldir á latínu og grísku í Austur-Evrópu. í lok níundu aldar var búið að skrásetja um sex hundr- uð ævir heilagra. Þegar tekið er að rita á þjóðtungunum er margt þessara æva 2 Medievalia et Humanistica. Studies in Medieval and Renaissance Culture. New Series: Number 6. Medieval Hagiography and Romance. Edited by Paul Maurice Clogan. Cambridge Uni- versity Press 1975. 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.07.1976)
https://timarit.is/issue/380990

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.07.1976)

Aðgerðir: