Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 114
'Tímarit Máls og menningar
tímaskeiði er nokkuð frábrugðin hefð-
bundinni mynd, sem upp kom á 19-
öld. Höfundur styðst við nýjustu rann-
sóknir, einkum varðandi framleiðslu-
getu og mannfjölda, söguskoðun hans
er beggja blands, á þann hátt, að hann
styðst bæði við Marx og Weber og gerir
mikið úr persónulegum áhrifum þjóð-
höfðingja á pólitíska þróun og atburða-
rás um leið og hann skilur manna bezt
þær takmarkanir, sem binda slík áhrif.
Tímaskeiðið var ummyndunarskeið frá
miðöld til skynsemis- og upplýsinga-
stefnu 18. aldar og tæknibyltingarinnar
á 19. öld. Þeir menn sem áttu mestan
þátt í að móta nýja heimsmynd voru
jafnframt bundnir ýmiskonar miðalda-
kenningum og skoðunum, vísindi þeirra
voru blandin talnaspeki og töfrum,
stjörnuspáfræði og jafnvel lófalestri.
Styrjaldir og borgarastyrjaldir ein-
kenndu þetta tímabil, kveikja þeirra var
valdabarátta, hagsmunabarátta, sem var
réttlætt með mismunandi afstöðu manna
til trúarkenninga. Höfundur rekur hér
fall Spánar sem heimsveldis og upp-
komu Frakklands sem stórveldis, eftir
borgara- og trúarbragðastyrjaldir. Flest
riki Evrópu stóðu á mörkum miðalda-
hagkerfis og kapítalisma nýju aldar,
baráttan stóð þar milli aðals og kon-
ungs, miðflóttaafls og miðstjórnar. Eitt
ríki í Evrópu hafði sérstöðu, sem var
Holland, borgaralegt lýðveldi án vald-
stjórnar, þar gilti samkomulag milli
meira og minna sjálfstæðra eininga.
Vaxtarbroddur kapítalismans efldist þar
í landi, bæði vegna legu landsins, verzl-
unar, aukinnar farmennsku, fiskiveiða,
blómlegs landbúnaðar og peninga-
verzlunar. Hollenzkum kaupmönnum
var sama um við hvern þeir verzluðu
og þar í landi var engin valdstjórn, sem
bannaði viðskipti við „villutrúarmenn".
Stækkunarglerið og sjónaukinn, ný
siglingatækni og sjókortagerð voru einn
þátturinn í víkkaðri heimsmynd nýju
aldar og stuðluðu að aukinni forvitni
um umhverfið. Höfundurinn ver miklu
rúmi til að útlista baráttu Niðurlend-
inga við Spánverja og þróun hollenzks
samfélags eftir þau átök. Hann tengir
þessa baráttu Niðurlendinga trúar-
bragðastyrjöldum í Þýzkalandi, sem
tíðkast að nefna Þrjátíuárastríðið og tel-
ur að í rauninni hafi það verið fram-
hald fæðingarhríða nýju aldar.
Höfundurinn hefursettsamanýmis rit
varðandi hagsögu Englands og Evrópu,
m. a. Anglo-Dutch Commerce and Fin-
ance, England's Apprenticeship, The
Dutch Republic and the Civilization of
the Seventeenth Century o. fl. Hann
er einnig einn af útgefendum The Cam-
bridge Economic History of Europe.
Siglaugur Brynleifsson
208