Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 91
Ólafur Jóhann Sigurðsson og ríkja í húsum gömlu hjónanna á Rauðalæk. í þessari sögu er það deg- inum Ijósara að samviska og hjartalag sveitamannsins eiga örðugt upp- dráttar. Hvert sem litið er í því reykvíska samfélagi sem þar er lýst virðist ríkja sami siðferðislegi slappleikinn. Græðgi og sýndarmennska einkenna þá sem setja svip á þjóðlífið og bestan hljómgrunn fá hjá þjóðinni. En hér koma líka glöggt í ljós veilur í þeirri hugmyndafræði sem Páll Jóns- son hefur haft með sér að heiman frá ömmu sinni, því meðal þeirra dyggða sem hún hefur innrætt honum er húsbóndahollustan, og hvernig fer fyrir samvisku og hjartalagi þjónsins ef húsbóndann skortir hvort tveggja? Viðbrögð Páls við þessum vanda verða þau að reyna að þjóna tveimur herrum og svíkja hvorugan, hvorki gangvirkið í brjósti sér né braskarann Valþór húsbónda sinn. I bókarlok stendur hann á þeim tíma- mórnm að ekki sýnist lengur nokkur kosmr að víkja sér undan því að taka afstöðu: með hernámsliðinu hefur veruleikinn ruðst inn í heim hans með áþreifanlegri hætti en svo að undan honum verði vikist: Mér fannst ég hafa elzt um mörg ár á nokkrum klukkustundum. Eg heyrði stelk kvaka í miðjum skarkala þessa hernámsmorguns, en kvakið fékk mér ekki framar neinnar gleði. Sú tilfinning í brjósti mér, sem ég hef líkt við gangvirki, virtist horfin með öllu. Eftir var þögn. Eftir var tóm eitt og þögn. (Gangvirkið, 317) Nú hafa atvik hagað því svo að við höfum lítið frétt af Páli þessum Jónssyni síðan og vimm fátt um það hvort gangvirkið gamla hafi tekið að tifa í brjósti hans á nýjan leik en kannski er leyfilegt að vonast eftir að enn geti verið einhverra frétta af honum að vænta. Síðasta skáldsaga Olafs Jóhanns, Hreiðrið, kom út árið 1972. Hún gerist eins og ég nefndi áðan á okkar tíma, í velmegunarþjóðfélagi eftir stríð. Mynd samfélagsins er æði dökk, jafnvel dekkri en í Gangvirkinu. Fátækt er að vísu ekki til trafala en samfélagið er gegnsýrt siðferðislegri upp- lausn og spillingu. Það birtist ekki aðeins hjá drykkfelldri og lauslátri æsku og bröskumm í útgerð og verslun, sem eru samir við sig, heldur einnig í bókmennmnum, bæði hjá þeim sem semja bókmenntir og fjalla um þær. Olafur Jóhann er hér bersýnilega mjög uggandi um framtíð þessa samfélags; ábyrgð rithöfundarins og megin hans eða vanmegin til að leggja málstað lífsins lið eru aðalviðfangsefni hans í bókinni. Og vita- skuld er það svo að þótt bókin fjalli um rithöfunda er hér um að ræða spurningar sem leita á hvern hugsandi mann hvert sem lífsstarf hans er. 185
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.