Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 11
Kreþpan og valdið hafði farið um öll dómsstig unz Hæstiréttur í Kaupmannahöfn kvað upp síðasta dómsorðið. Það skipti engu máli hvort málsaðiljar stæðu kannski slyppir uppi, rúnir inn að skyrtunni eftir málskostnaðinn: bókstafur rétt- arins blífur. Danir voru oft undrandi út af þessari íslenzku þrjózku, sem virtist vera svo blóðskyld skaplyndi sauðkindarinnar okkar. Og hin bros- milda þjóð við Eyrarsund hló sig máttlausa þegar við vorum sífellt, allt fram á 20. öld að vitna í þetta sex alda gamla skjal. En það stoðaði ekki neitt: íslenzka bændaþjóðin, sem kom sér ekki saman um nokkurn skap- aðan hlut, fylkti sér í eina fylkingu á grundvelli hins heilaga réttar — og sigraði að lokum. Kannski hafa Danir líka verið orðnir svo langþreyttir á þessari undarlegu sögulegu lögfræði að þeir hafi hreinlega gefizt upp og fellt niður taflið. Svo sem áður er sagt var engin innlend borgarastétt til á Islandi lang- leiðina af 19. öld. En um og eftir aldamótin fer að kenna mikilla umskipta í hinu íslenzka bændaþjóðfélagi. Þessara umskipta hafði gætt nokkru áður þegar skútan tók við af árabátnum. Ný stéttaskipting ryður sér braut í sama mund og framleiðsluöflin taka stakkaskiptum. Verkaskiptingin í þjóðfélaginu færist í fastara mót: vistráðnum hjúum fækkar, lausamenn geta keypt sér kóngsins bréf og eru ekki lengur hýddir í viðurvist verald- legra yfirvalda. Sjómannastéttin er ekki lengur skipuð vinnumönnum, sem sendir eru í verið og afhenda bændunum aflahlut sinn. Þeir eru orðnir sér- stök sétt sem dregur fisk úr sjó svo til allan ársins hring. A örfáum árum skellur á bylting gufutogaranna, það sem áður hafði verið drög að kapítal- ískum atvinnu- og þjóðfélagsháttum er orðið að kerfi. Og nú skellur á heimsstyrjöldin fyrri og veitir hinum unga íslenzka kapítalisma þá fjör- efnasprautu sem þurfti til að hraða vexti hans og þroska og þegar gamla konan austfirzka kemur með ullarlagðana sína í kaupstaðinn og hún fær helmingi meira fyrir ullarhnoðrana í innskriftinni, þá segir hún alls hugar fegin: Blessað stríðið. Það voru hennar blessunarorð eftir fátækt langrar ævi. Eftir að Norðmenn höfðu kennt Islendingum að veiða síld tekur hinn unglingslegi íslenzki kapítalismi á sig nýja mynd. Ný manntegnud rís upp í villigróðri auðsöfnunarinnar á Islandi: síldargrósserinn, stundum leppur norskra og sænskra stéttarbræðra, stundum kumpán og jafngildur sam- starfsmaður, og víðar er Klondyke en í Alaska, þessa stundina hefur það tekið sér lögheimili á Siglufirði. Mér eru þessir íslenzku síldargrósserar í 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.