Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 65
Maður rósarinnar í efa það sem ég ætla að trúa yður fyrir, og ég bið yður öðru fremur að brosa ekki að mér. Ég hef þráfaldlega reynt að skrifta fyrir öðrum trú- boðum, en þeir hafa vísað mér frá sér með hlátri eftir fyrstu orðin, eins og ég væri truflaður maður. Þetta olli mér sárri raun. Nú geri ég síðusm tilraun, og fari hér sem annars staðar, þá er ég sannfærður um að engin lausn er til, og ég fel mig mínum vítiskvölum. Tal mannsins var órólegt, en engu að síður mælti hann af mikilli festu. Faðir Espínoza hafði sjaldan heyrt nokkurn mann tala á svipaðan hátt. Þorri þeirra, sem skriftuðu meðan á trúboðinu stóð, voru ruddalegir óbreytt- ir menn, sem þekktu engin vandamál og sögðu einvörðungu frá almenn- um syndum, venjulegum dólgshætti eða lauslæti, og voru á engan hátt áhugaverðir andlega. Espínoza svaraði og sagði það sama og við aðra, sem ræddu við hann: Láttu samvisku þína ráða, og ég mun leggja mig fram við að líkna þér. Treystu mér eins og bróður. Maðurinn dró nokkuð við sig, áður en hann hóf játninguna. Það var engu líkara en hann óttaðist að ljúka upp leyndarmálinu mikla, sem hann kvaðst varðveita í hjartanu. Talaðu. Maðurinn fölnaði og horfði fast á föður Espínoza. Svört augun glóðu í rökkrinu, eins og augu fanga eða augu geðveikra. Því næst laut hann höfði og tautaði milli tanna: Ég hef smndað og þekki leyndardóm svartagaldurs. Faðir Espínoza ók sér undrandi yfir að heyra þessi einkennilegu orð, og hann leit forvitinn og skelfdur á manninn. En maðurinn hafði lyft höfði og horfði rannsakandi í andlit munksins í leit að áhrifunum, sem orðin kynnu að hafa vakið. Undrun trúboðans varði örskamma stund. Hann róaðist þegar í stað. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann heyrði þvílík orð eða svipuð. Chíloteeyjamar og Osorno voru á þessum tíma fullar af galdrakörlum, töframönnum og seiðskrötmm. Espínoza svaraði: Sonur minn, mig furðar ekki að prestarnir, sem hlusmðu á áður sögð orð, skuli hafa álitið þig vera geðsjúkan mann og neitað að hlusta á fram- haldið. Trú vor fordæmir harðlega þannig iðkun og slíka trú. Og ég verð að segja þér, sem prestur, að þetta er alvarleg synd. En sem maður segi ég, að þetta sé lygi og heimska. Svartigaldur er hvorki til né heldur sá maður, sem gemr gert eitthvað andstætt eðli náttúrunnar og vilja Guðs. Fjölmargir menn hafa játað mér þessu sama. En þegar til kastanna kom, að þeir sönn- 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.