Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 102
Tímarit Mdls og menningar
var eða er í stað þess að skálda nýjan
veruleika opnast listamanninum marg-
ar leiðir: hann gemr varpað nýju ljósi
ekki aðeins á samband listar og veru-
leika með því að vinna list úr ólistræn-
um veruleika, heldur einnig á samband
heimildar og veruleika. Hér er átt við
þá trú að heimildir — skjöl, skýrslur,
frásagnir, fréttir — segi alla söguna,
„wie es eigentlich gewesen," eins og
frægur þýskur sagnfræðingur orðaði
það. Þeir sem skrifa heimildabókmennt-
ir hafa einatt tekið sér fyrir hendur að
skyggnast undir yfirborð þeirra heim-
ilda sem haldið er að okkur í fjölmiðl-
um eða sagnfræðiritum til að sýna fram
á að veruleikinn sé annar en sýnist í
heimildum sem í sjálfu sér geta verið
ósviknar. Sé lagst djúpt í slíkri gagn-
rýni á heimildir endar það raunar í
spurningunni um hvort til sé nokkur
einn sögulegur sannleiki og þeirri hvort
sagnfræði eða heimildasaga sé í sjálfu
sér nokkuð sannari en skáldsaga, en vit-
urlegast mun að leggja ekki á það djúp
hér.
Talsverður hluti þeirra bókmennta ís-
lenskra, sem gjarnan eru nefndar þjóð-
legur fróðleikur og hafa um skeið átt
allmikilli hylli að fagna, er af ætt heim-
ildasagna, hvort sem heimildirnar eru
skjöl og kirkjubækur, endurminningar
gamals fólks eða segulbandsupptökur
„að handan“. Eg er að vísu ekki nákunn-
ugur þessum bókmenntum, sem bæði
hafa birst í blöðum og tímarimm og á
bókum, en þykist þó geta fullyrt að
verulegur hluti þeirra sé einkum mark-
aður af áhuga höfunda og lesenda á
persónusögu og örlögum einstaklinga.
Víða hafa þó höfundar kostað kapps
um, bæði af listrænum ástæðum og öðr-
um, að tengja atburðarásina við aldar-
farslýsingu. Þegar best tekst til gemr
slík aldarfarslýsing orðið að þjóðfélags-
196
lýsingu, stundum gagnrýninni, sem get-
ur haft sterka skírskotun út yfir smnd
og stað. Það er þó sjaldgæft, ef ekki
eins dæmi, að höfundar leggi með mark-
vissum vinnubrögðum til atlögu við
svo mikilvægt og víðtækt sögulegt við-
fangsefni sem Björn Th. Björnsson ger-
ir í riti sínu um hlutskipti íslenskra
sakamanna á árunum 1754—1763.1
I skemmstu máli sagt greinir Björn
í riti sínu frá þeim sakamálum á þessu
tímabili sem leiddu til að ákærðu voru
dæmdir til þrældóms í dönskum þræla-
eða fangabúðum, frá sakarefnum og
málsmeðferð svo og örlögum þeirra
dæmdu eftir að dómar voru upp kveðn-
ir. Sögu hans lýkur með því að hópur
íslenskra fanga er náðaður og fluttur
í útlegð norður á Finnmörk. Aðalper-
sónur sögunnar eru sakamennirnir og
dómarar þeirra, íslenskir öreigar og ís-
lenskir valdsmenn, en eins og gefur að
skilja koma fleiri við söguna, íslenskir
menn og erlendir. Aðalheimildir höf-
undar eru dóma- og lögþingsbækur
ásamt bréfabókum embættismanna, en
einnig aðrar opinberar heimildir, svo
sem manntöl og prestþjónustubækur,
sýslumannaævir og danskar þrælaskrár.
I öðru lagi hefur höfundur notfært sér
margar heimildir um aldafar og að-
stæður á sögutímanum sem hafa getað
orðið honum að liði við að bregða upp
mynd af kjörum og örlögum sögupers-
óna. Frásögn af flutningnum til Finn-
merkur hefur hann gert að ramma sög-
unnar og fer ágætlega á því þar sem það
styrkir byggingu hennar. Þótt sögupers-
ónur séu margar fellur efnið vel í eina
heild, bæði eru örlög sakamannanna
1 Björn Th. Björnsson: Haustskip.
Heimildasaga. Teikningar: Hilmar
Þ. Helgason. Mál og menning. Rvík
1975. 356 bis.