Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 102
Tímarit Mdls og menningar var eða er í stað þess að skálda nýjan veruleika opnast listamanninum marg- ar leiðir: hann gemr varpað nýju ljósi ekki aðeins á samband listar og veru- leika með því að vinna list úr ólistræn- um veruleika, heldur einnig á samband heimildar og veruleika. Hér er átt við þá trú að heimildir — skjöl, skýrslur, frásagnir, fréttir — segi alla söguna, „wie es eigentlich gewesen," eins og frægur þýskur sagnfræðingur orðaði það. Þeir sem skrifa heimildabókmennt- ir hafa einatt tekið sér fyrir hendur að skyggnast undir yfirborð þeirra heim- ilda sem haldið er að okkur í fjölmiðl- um eða sagnfræðiritum til að sýna fram á að veruleikinn sé annar en sýnist í heimildum sem í sjálfu sér geta verið ósviknar. Sé lagst djúpt í slíkri gagn- rýni á heimildir endar það raunar í spurningunni um hvort til sé nokkur einn sögulegur sannleiki og þeirri hvort sagnfræði eða heimildasaga sé í sjálfu sér nokkuð sannari en skáldsaga, en vit- urlegast mun að leggja ekki á það djúp hér. Talsverður hluti þeirra bókmennta ís- lenskra, sem gjarnan eru nefndar þjóð- legur fróðleikur og hafa um skeið átt allmikilli hylli að fagna, er af ætt heim- ildasagna, hvort sem heimildirnar eru skjöl og kirkjubækur, endurminningar gamals fólks eða segulbandsupptökur „að handan“. Eg er að vísu ekki nákunn- ugur þessum bókmenntum, sem bæði hafa birst í blöðum og tímarimm og á bókum, en þykist þó geta fullyrt að verulegur hluti þeirra sé einkum mark- aður af áhuga höfunda og lesenda á persónusögu og örlögum einstaklinga. Víða hafa þó höfundar kostað kapps um, bæði af listrænum ástæðum og öðr- um, að tengja atburðarásina við aldar- farslýsingu. Þegar best tekst til gemr slík aldarfarslýsing orðið að þjóðfélags- 196 lýsingu, stundum gagnrýninni, sem get- ur haft sterka skírskotun út yfir smnd og stað. Það er þó sjaldgæft, ef ekki eins dæmi, að höfundar leggi með mark- vissum vinnubrögðum til atlögu við svo mikilvægt og víðtækt sögulegt við- fangsefni sem Björn Th. Björnsson ger- ir í riti sínu um hlutskipti íslenskra sakamanna á árunum 1754—1763.1 I skemmstu máli sagt greinir Björn í riti sínu frá þeim sakamálum á þessu tímabili sem leiddu til að ákærðu voru dæmdir til þrældóms í dönskum þræla- eða fangabúðum, frá sakarefnum og málsmeðferð svo og örlögum þeirra dæmdu eftir að dómar voru upp kveðn- ir. Sögu hans lýkur með því að hópur íslenskra fanga er náðaður og fluttur í útlegð norður á Finnmörk. Aðalper- sónur sögunnar eru sakamennirnir og dómarar þeirra, íslenskir öreigar og ís- lenskir valdsmenn, en eins og gefur að skilja koma fleiri við söguna, íslenskir menn og erlendir. Aðalheimildir höf- undar eru dóma- og lögþingsbækur ásamt bréfabókum embættismanna, en einnig aðrar opinberar heimildir, svo sem manntöl og prestþjónustubækur, sýslumannaævir og danskar þrælaskrár. I öðru lagi hefur höfundur notfært sér margar heimildir um aldafar og að- stæður á sögutímanum sem hafa getað orðið honum að liði við að bregða upp mynd af kjörum og örlögum sögupers- óna. Frásögn af flutningnum til Finn- merkur hefur hann gert að ramma sög- unnar og fer ágætlega á því þar sem það styrkir byggingu hennar. Þótt sögupers- ónur séu margar fellur efnið vel í eina heild, bæði eru örlög sakamannanna 1 Björn Th. Björnsson: Haustskip. Heimildasaga. Teikningar: Hilmar Þ. Helgason. Mál og menning. Rvík 1975. 356 bis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.