Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 51
Shakespeare á meðal vor — Vélin Mikla
ins. Nú hefur hann numið það úr gildi. Þau eru ein á sviðinu; en ekki að-
eins þar. Þau eru ein í heimi sem fullur er af morðum, ofbeldi, ruddaskap
og grimmd.
ANNA PRINSESSA: Þitt legurúm sé horfið allri hvíld!
HERTOGINN AF GLOSTRI: Anna, svo verður, unz ég ligg með þér.
ANNA PRINSESSA: Ég vona það.
Á þessari stundu er Anna prinsessa þegar glötuð. Ríkarður hefur kippt
jörðinni undan fótum hennar. Svo að öll hin grimma vél, dauði ástvina
hennar, raunir stórmenna ríkisins, baráttan um völdin og krúnuna — allt
þetta virtist hennar vegna, og aðeins vegna hennar. Veröldin er svipt sýnd-
inni, lögmál siðgæðisins er afnumið; nú hættir sagan að vera til. Ekkert
er til nema kona, maður og hafsjór af dauða-blóði.
HERTOGINN AF GLOSTRI: Sjálf orsökin til þess var fegurð þín,
já, yndi þitt, sem að mér lagði í svefni
að bana veröld allri, til að öðlast
eina stund líf í þínum bjarta faðmi.
ANNA PRINSESSA: Tryði ég því, þá myndu neglur mínar
rífa þá fegurð útúr ásýnd minni.
Shakespeare er gæddur sálskyggni-gáfu. I djörfu sniði hinnar áköfu sam-
ræðu þessa mikla leikatriðis tekst hann sjálfur á hendur ferð inn að hjarta-
rótum myrkursins. Hann dregur heiminn saman í frumkrafta haturs og
girndar. Anna prinsessa hatar Ríkarð ennþá, en er þegar orðin ein með
hatri sínu í veröld þar sem ekkert er til nema girnd. Þetta atriði skyldi túlk-
að samkvæmt vorri eigin reynslu. Vér hljótum að finna þar nótt nasista-
hernáms, fangabúða, hrann-morða. Vér hljótum að sjá þar þá grimmu tíma
þegar allir siðgæðis-varðar eru brotnir, þegar fórnardýrið verður böðull,
og öfugt. Anna ber sig að skyrpa í andlit Ríkarði, en það eru síðustu til-
burðir hennar áður en hún gefst upp.
Anna prinsessa gengur ekki Ríkarði á hönd af ótta. Hún vill fylgja
honum eftir til botns — til að sannfærast um að lögmál heimsins eru úr
sögunni. Því þegar öllu er glatað, er minningin ein eftir, en einnig hún
skal slökkt. Annaðhvort er að fyrirfara sér, eða fyrirfara í sjálfum sér síð-
ustu leifunum af blygðun. Anna prinsessa gengur sig í sæng Ríkarðs til
þess að farast.
Ef sagan er ekki annað en gífurlegt blóðbað, hvað er þá eftir, nema að
10 TMM