Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 25
Shakespeare á meÖal vor — Vélin Mikla
mönnum sínum viðvart. Þeir hafa gefið leigumorðingjum fyrirmæli. Stein-
veggir Turnkastala bíða eftir nýjum föngum. Þetta eru fjórir eða fimm
menn, en aðeins einn þeirra mun lífi halda. Þeir eiga hver sitt nafn og nafn-
bót. Þeir bera sitt svipmótið hver. Einn er slunginn, annar djarfur; sá þriðji
er grimmur, sá fjórði — kaldhæðinn. Þeir eru lifandi menn, því Shake-
speare var mikið skáld. Andlit þeirra verða minnisstæð. En þegar lokið er
lestri eins kaflans og sá næsti tekur við, þegar söguleikirnir eru lesnir í
heild, þá taka andlit konunga og valdræningja að þurrkast út, hvert af öðru.
Nöfnin eru reyndar hin sömu. Alltaf einhver Ríkarður, einhver Ját-
varður, og einhver Hinrik. Þeir bera sömu nafnbætur. Þarna er hertogi af
Jórvík, Bretaprins, hertogi af Klarens. I ýmsum leikjum eru ýmsir menn
fræknir, eða grimmir, eða slóttugir. En leikurinn sem þeir leika hver gegn
öðrum er alltaf hinn sami. Og í hverjum harmleik endurtaka mæður
myrtra konunga sama ópið:
MARGRÉT DROTTNING: Ég átti Játvarð; Ríkarður drap hann;
ég átti Hinrik; hann drap Ríkarður;
Þú áttir Játvarð; hann drap Ríkarður;
Þú áttir Ríkarð; Ríkarður drap hann.
HERTOGAFRÚIN AF JÓRVÍK: Ég átti Ríkarð, þann sem þú réðst bana;
og þín ráð stóðu að morði Rúðlants míns.
MARGRÉT DROTTNING: Játvarður þinn drap Játvarð minn, og féll;
fyrir minn fékk ég einnig annan Játvarð;
í uppbót kom hinn ungi Jórvíkingur,
því ekki bættu tveir mitt sára tjón.
Georg þinn dauður! hann sem hjó minn Játvarð;
og hrappana, sem horfðu á leikinn þann,
þá Hasting, Rípa-jarl, og Vögg, og Grey,
hefur nú dimm gröf heimtað fyrir tímann.
(Ríkarður þriðji, IV, 4)
Upp af andlitsdráttum einstakra konunga og valdræningja í söguleikj-
um Shakespeares fer smám saman að rísa mynd sjálfrar sögunnar. Mynd
hinnar Miklu Vélar. Kaflarnir hver af öðrum, sérhver mikill Shakespeares-
leikur, er einungis endurtekning:
ginnandi forspjall fyrir sorgarleik,
þá sem var hafin hátt til mikils falls.
(Ríkarður þriðji, IV, 4)
119