Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 113
Erlendar bcekui
kenningar þar að lútandi, snertir ís-
lenzka sögu. Jensen fjallar einkum um
kenningar og skoðanir F. M. Stentons,
sem birtust einkum í bók hans Anglo-
Saxon England frá 1943, og svör og
athugasemdir annarra höfunda við þeim
kenningum, sem þar komu fram. Yms-
ir hafa talið að Stenton hafi gert full-
mikið úr áhrifum víkinga á enskt sam-
félag og hafa sumir höfundar, sem eru
á öndverðum meiði við Stenton, gert
mun minna úr áhrifum víkinga heldur
en Jensen álítur samræmast nýjustu
rannsóknum um þau efni. Athugagrein-
ar eru hér nokkrar um bókmenntaleg
atriði varðandi bókmenntasögu Engil-
saxa, erlend áhrif rakin og fjallað er um
tvær homilíur frá Winchester frá miðri
11. öld, ritaðar á engilsaxnesku. J. J. G.
Alexander skrifar um litaval í engil-
saxneskri list og niðurstaða hans er sú,
að ákveðnar reglur hafi gilt um lita-
valið og ákveðnar fyrirmyndir. Höf-
undur álítur að áhrif frá Byzans hafi
verið meiri á bókskreytilist Engilsaxa
heldur en hingað til hefur verið álitið
og rennir ýmsum stoðum undir þá kenn-
ingu sína. ítarleg biblíografía fylgir í
bókarlok, um rit, sem út komu 1974,
varðandi engil-saxnesk fræði, ritgerðir
og ritdóma.
Stórborgir nútímans eru í margra
augum óseðjandi óskapnaður, aðrir telja
þróunina stefna í þá átt, að fastaland
jarðar verði með tímanum ein stór borg.
Michel Ragon fjallar um borgir frá
upphafi og til nútíðar, frá Jeríkó til
Brasilíu.1 Hann fjallar um mismun-
andi gerð og tilgang borga, borgir sem
aflvaka þróunarinnar, borgir sem
drauma stofnendanna. Höfundurinn
1 Michel Ragon: L’Homme et les Villes.
Albin Michel 1975.
lýsir gerð og hlutverki borga ýmissa
tímaskeiða, musterisborgum Mesópó-
tamíu, hofborgum Indlands, dauðra-
borgum Egyptalands, eins og hann nefn-
ir þær, kínverskum sveitaborgum, borg-
um Inkanna, sem voru rammi um
stjórnarherrann, grískum borgum, sem
voru sniðnar fyrir grískt stjórnarfar á
blómaskeiði Forn-Grikkja og borgum
miðalda og óskapnaði þeim, sem borgir
urðu eftir iðnbyltinguna. Borgin varð
sálræn tjáning hvers tíma og menn-
ingarskeiðs. Eftir því sem líður á aldir,
verður hlutur borgarinnar þýðingar-
meiri, með auknu miðstjórnarvaldi
verður borgin miðdepill samfélagsins.
Höfundurinn ræðir um hugmyndir
Platons og Corbusier, hugmyndirnar um
borgir á höfum úti og neðanjarðar. Er
hugsanlegt samfélag án borga? Höfund-
ur svarar því játandi, en þá verður
valdstjórnin úr sögunni. Höfundurinn
hefur skrifað f jölda bóka um byggingar-
list og listasögu, meðal þeirra er Hist-
oire mondiale de l’architecture et de 1’
urbanisme modernes í tveimur bindum,
sem kom út 1971—72, auk þess hefur
hann skrifað margar skáldsögur.
„Nútímamenn eiga erfitt með að
skilja þýðingu trúarbragðanna fyrir fólk
á 16. og 17. öld, og án þess skilnings
verður saga þessara alda ekki skilin"
(New Cambridge Modern History,
1958. Introduction). Samfélagsgerðin
og efnahagsþróunin mótar trúarbrögðin
en aðrir vilja álíta að trúarbrögðin móti
þá þróun alla á þessum öldum. Charles
Wilson hefur þetta í huga, þegar hann
skrifar um ummyndunarskeið Evrópu
1558—1648.2 Mynd hans af þessu
2 Charles Wilson: The Transjormation
oj Europe 1558—1648. Weidenfeld
feld and Nicholson 1976.
207