Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 113
Erlendar bcekui kenningar þar að lútandi, snertir ís- lenzka sögu. Jensen fjallar einkum um kenningar og skoðanir F. M. Stentons, sem birtust einkum í bók hans Anglo- Saxon England frá 1943, og svör og athugasemdir annarra höfunda við þeim kenningum, sem þar komu fram. Yms- ir hafa talið að Stenton hafi gert full- mikið úr áhrifum víkinga á enskt sam- félag og hafa sumir höfundar, sem eru á öndverðum meiði við Stenton, gert mun minna úr áhrifum víkinga heldur en Jensen álítur samræmast nýjustu rannsóknum um þau efni. Athugagrein- ar eru hér nokkrar um bókmenntaleg atriði varðandi bókmenntasögu Engil- saxa, erlend áhrif rakin og fjallað er um tvær homilíur frá Winchester frá miðri 11. öld, ritaðar á engilsaxnesku. J. J. G. Alexander skrifar um litaval í engil- saxneskri list og niðurstaða hans er sú, að ákveðnar reglur hafi gilt um lita- valið og ákveðnar fyrirmyndir. Höf- undur álítur að áhrif frá Byzans hafi verið meiri á bókskreytilist Engilsaxa heldur en hingað til hefur verið álitið og rennir ýmsum stoðum undir þá kenn- ingu sína. ítarleg biblíografía fylgir í bókarlok, um rit, sem út komu 1974, varðandi engil-saxnesk fræði, ritgerðir og ritdóma. Stórborgir nútímans eru í margra augum óseðjandi óskapnaður, aðrir telja þróunina stefna í þá átt, að fastaland jarðar verði með tímanum ein stór borg. Michel Ragon fjallar um borgir frá upphafi og til nútíðar, frá Jeríkó til Brasilíu.1 Hann fjallar um mismun- andi gerð og tilgang borga, borgir sem aflvaka þróunarinnar, borgir sem drauma stofnendanna. Höfundurinn 1 Michel Ragon: L’Homme et les Villes. Albin Michel 1975. lýsir gerð og hlutverki borga ýmissa tímaskeiða, musterisborgum Mesópó- tamíu, hofborgum Indlands, dauðra- borgum Egyptalands, eins og hann nefn- ir þær, kínverskum sveitaborgum, borg- um Inkanna, sem voru rammi um stjórnarherrann, grískum borgum, sem voru sniðnar fyrir grískt stjórnarfar á blómaskeiði Forn-Grikkja og borgum miðalda og óskapnaði þeim, sem borgir urðu eftir iðnbyltinguna. Borgin varð sálræn tjáning hvers tíma og menn- ingarskeiðs. Eftir því sem líður á aldir, verður hlutur borgarinnar þýðingar- meiri, með auknu miðstjórnarvaldi verður borgin miðdepill samfélagsins. Höfundurinn ræðir um hugmyndir Platons og Corbusier, hugmyndirnar um borgir á höfum úti og neðanjarðar. Er hugsanlegt samfélag án borga? Höfund- ur svarar því játandi, en þá verður valdstjórnin úr sögunni. Höfundurinn hefur skrifað f jölda bóka um byggingar- list og listasögu, meðal þeirra er Hist- oire mondiale de l’architecture et de 1’ urbanisme modernes í tveimur bindum, sem kom út 1971—72, auk þess hefur hann skrifað margar skáldsögur. „Nútímamenn eiga erfitt með að skilja þýðingu trúarbragðanna fyrir fólk á 16. og 17. öld, og án þess skilnings verður saga þessara alda ekki skilin" (New Cambridge Modern History, 1958. Introduction). Samfélagsgerðin og efnahagsþróunin mótar trúarbrögðin en aðrir vilja álíta að trúarbrögðin móti þá þróun alla á þessum öldum. Charles Wilson hefur þetta í huga, þegar hann skrifar um ummyndunarskeið Evrópu 1558—1648.2 Mynd hans af þessu 2 Charles Wilson: The Transjormation oj Europe 1558—1648. Weidenfeld feld and Nicholson 1976. 207
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.