Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 45
Shakespcare á meðal vor — Vélin Mikla
við æskusjónarmið Marx, enda þótt þróunar hugsjónanna gætti þar fremur.
Hann líkti sögunni við moldvörpu sem án afláts rótar í jörðinni. Moldvarpa
veit ekki, en grefur í ákveðna átt. Hún á sér drauma, en í þeim birtist óljós
vitund hennar um sólina og himininn. Það eru ekki draumarnir sem setja
ferð hennar stefnu, heldur hreyfingin á klóm og snjáldri, sem sí og æ grafa
upp jörðina. Moldvarpa yrði harmsefni, ef hún skyldi týnast í jörðinni áður
en hún nær upp á yfirborðið.
Rétt, moldvarpa! Þér miðar dável niðri
við námugröftinn!
(Hamlet, I. 5)
Svo er til annars konar sögulegur harmleikur, sprottinn af þeirri sann-
færingu, að sagan sé marklaus og standi kyrr, eða endurtaki án afláts sína
grimmilegu hringrás; að hún sé frumkraftur, eins og él, stormur, fellibylur,
fæðing og dauði. Moldvarpa grefur í jörð en kemst aldrei upp á yfirborðið.
Nýjar moldvörpu-kynslóðir fæðast sí og æ, þeyta moldinni í allar áttir,
en eru sjálfar sífellt grafnar í mold. Moldvarpan á sér drauma. Lengi vel
ímyndaði hún sér, að hún væri herra sköpunarverksins, hélt að jörð, himinn
og stjörnur hefði verið skapað handa moldvörpum, að til væri moldvörpu-
guð, sem gert hefði moldvörpur og heitið þeim moldvörpulegum ódauð-
leik. En allt í einu komst moldvarpan að raun um að hún var bara mold-
varpa, að jörð, himinn og stjörnur voru ekki sköpuð handa henni. Mold-
varpa þjáist, finnur til og hugsar; en þjáningar hennar, tilfinningar og
hugsanir geta engu breytt um moldvörpuleg örlög hennar. Hún mun halda
áfram að grafa í mold og moldin mun halda áfram að jarða hana. Það er
af þessu sem moldvarpan hefur skilið að líf hennar er harmleikur.
Svo virðist mér, sem þessi síðar greindi skilningur á sögulegum harmleik
hafi staðið Shakespeare nær, ekki aðeins á því skeiði þegar hann var að
semja Hamlet og Lé konung, heldur á öllum hans ritferli, frá fyrstu sögu-
leikjum til Ofviðris.
Kórónan hola, kringum dauðlegt ennið
á kóngi, hýsir Dauðans drótt; þar situr
sá sem völd spottar, gerir gys að tign,
heimilar andrá nokkra, og lítið leiksvið
að leika kóng, sem vekur ótta og drepur
með augnaráði, ......................
139