Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 45
Shakespcare á meðal vor — Vélin Mikla við æskusjónarmið Marx, enda þótt þróunar hugsjónanna gætti þar fremur. Hann líkti sögunni við moldvörpu sem án afláts rótar í jörðinni. Moldvarpa veit ekki, en grefur í ákveðna átt. Hún á sér drauma, en í þeim birtist óljós vitund hennar um sólina og himininn. Það eru ekki draumarnir sem setja ferð hennar stefnu, heldur hreyfingin á klóm og snjáldri, sem sí og æ grafa upp jörðina. Moldvarpa yrði harmsefni, ef hún skyldi týnast í jörðinni áður en hún nær upp á yfirborðið. Rétt, moldvarpa! Þér miðar dável niðri við námugröftinn! (Hamlet, I. 5) Svo er til annars konar sögulegur harmleikur, sprottinn af þeirri sann- færingu, að sagan sé marklaus og standi kyrr, eða endurtaki án afláts sína grimmilegu hringrás; að hún sé frumkraftur, eins og él, stormur, fellibylur, fæðing og dauði. Moldvarpa grefur í jörð en kemst aldrei upp á yfirborðið. Nýjar moldvörpu-kynslóðir fæðast sí og æ, þeyta moldinni í allar áttir, en eru sjálfar sífellt grafnar í mold. Moldvarpan á sér drauma. Lengi vel ímyndaði hún sér, að hún væri herra sköpunarverksins, hélt að jörð, himinn og stjörnur hefði verið skapað handa moldvörpum, að til væri moldvörpu- guð, sem gert hefði moldvörpur og heitið þeim moldvörpulegum ódauð- leik. En allt í einu komst moldvarpan að raun um að hún var bara mold- varpa, að jörð, himinn og stjörnur voru ekki sköpuð handa henni. Mold- varpa þjáist, finnur til og hugsar; en þjáningar hennar, tilfinningar og hugsanir geta engu breytt um moldvörpuleg örlög hennar. Hún mun halda áfram að grafa í mold og moldin mun halda áfram að jarða hana. Það er af þessu sem moldvarpan hefur skilið að líf hennar er harmleikur. Svo virðist mér, sem þessi síðar greindi skilningur á sögulegum harmleik hafi staðið Shakespeare nær, ekki aðeins á því skeiði þegar hann var að semja Hamlet og Lé konung, heldur á öllum hans ritferli, frá fyrstu sögu- leikjum til Ofviðris. Kórónan hola, kringum dauðlegt ennið á kóngi, hýsir Dauðans drótt; þar situr sá sem völd spottar, gerir gys að tign, heimilar andrá nokkra, og lítið leiksvið að leika kóng, sem vekur ótta og drepur með augnaráði, ...................... 139
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.