Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar skipan heimsins „hreina og ómengaða“. Einmitt þetta vildi Shakespeare segja. Það verða skyndileg leiftur af snilld í þessu æskuverki. Eitt þeirra er jöfnuður Ieigumorðingjans við bróður konungsins: HERTOGINN AF KLARENS: í Herrans nafni, hver ert þú? FYRSTI MORÐINGI: Maður, rétt einsog þér. HERTOGINN AF KLARENS: En konunglegur ertu’ ekki’ einsog ég. FYRSTI MORÐINGI: Né konunghollur þér; en það er ég. Þetta samtals-brot vísar þegar fram til Hamlets. Því hvað eru leigumorð- ingjar ef ekki líkgrafarar sögunnar? I kirkjugarðinum á Helsingjaeyri eru einnig líkgrafarar á tali við konungsson. Einnig þeir líta stórtíðindi sög- unnar og leiksvið mannlífsins frá sama sjónarmiði: þeirra sem taka grafir og reisa gálga. Séð frá þessum sjónarhól er enginn munur á kóngssyni og flæking. Þeir eru dauðlegir báðir. Þeir fæddust til að deyja. Leigumorðingi og sonur konungsins voru gerðir jafnir með tvennum hætti. Fyrir gang sögunnar eru þeir einungis tannhjól í Vélinni Miklu. Frá sjónarmiði kirkju- garðs og gálga eru þeir báðir aðeins manneskjur. Shakespeare er snillingur í óvæntri sviðsbirtingu, svo líkast er því að elding bregði ljósi yfir allt hið gífurlega landslag sögunnar. Þann.ig vísar Rík.arður þriðji þegar veginn til skilnings á Hamlet sem pólitísku leikriti, og á hinn bóginn verður Ríkarður í Ijósi Hamlets að heimspekilegu verki um ósætti siðalögmála við lögmál mannlegrar breytni. Tveir morðingjar koma í fangaklefann til þess að drepa bróður Ríkarðs að hans eigin boði. Bæði hertoginn af Klarens og morðingjarnir drepa samkvæmt skipun konungs og í hans nafni. Síðast í gær gat hertoginn af Klarens skipað þeim, á vegum konungs, að fremja hvaða morð sem var. I dag er hann sjálfur í fangelsi, og verður að deyja samkvæmt skipun sama konungs, og í hans nafni. Hertoginn og leigumorðingjarnir eru aðeins menn, og tannhjól í sömu vél. Hyggjum að þessu atriði einu sinni enn. Bróðir konungsins skipaði einatt morðingjum að drepa í þágu lands og þjóðar. Hann hefur verið settur í fangelsi og á nú sömu morðingjum að mæta. Hann hefur uppi varnir. Hann talar við þá um samvizku. Þeir svara því til, að hann hafi sjálfur gabbað samvizkuna. Hann kveðst vera ráðgjafi konungsvaldsins. Þeir segja að í fangelsi séu engir ráðgjafar. Hann ræðir við þá um háleitar hugsjónir. Þeir svara, að nú heimti þessar sömu hugsjónir, að hann deyi. 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.