Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Blaðsíða 6
Þorsteinn frá Hamri Afmælisbréf til Snorra Hjartarsonar „Sofið þið? Jörðin er lostin remmu og Iævi og log blysanna nálgast í þéttum hring um garðinn, hólmann í hafi heims, ógnar og valds- Snorri, í tilefni af þeim tímamótum ævi þinnar sem sjötugasta aldursárið mark- ar, streyma til þín ótal þakklátir hugir. Þeir minnast þín ekki sem manns er hæst hrópar af húsaþökunum, og margir þeirra þekkja persónu þína einúngis af afspurn eða skyndisýn sem hljóðlátan mann þúngt hugsi, sem geingur einn saman um götur borgarinnar. Hitt þekkja þeir líka af verk- um þínum og viðfángsefnum, að vegur þinn til áhrifa helgast ekki af trumbuslætti, heldur skrumlausri virðíngu gagnvart list og lífi; þann veg hefurðu geingið í andríku og óhvikulu forvígi fyrir verðmætum listar og lífs. Þeir þekkja, að hvort sem orð þín auðkennast af viðhöfn eða hógværð hafa þau ætíð verið valin og vakin af listrænni þörf og vega því þúngt á sínum stað, þegar þú „stirnir lángnættið eldum“ í Ijóði þínu, siguróði, ástarljóði, þjóðlagi, húskarlahvöt eða harmljóði, þrúngnu af geðríki og geðstyrk. Þeir eru ekki að þakka og dásama óháð listfeingi í líki fagurra orða sem standa ein og sér, því að ljóð þín eru af moldu komin einsog maðurinn; litbrigði og hljómar í orðlist þinni þjóna í hvívetna hinum æðstu verðmætum er manninn varða. Þessvegna játa allir hugirnir sem beinast til þín þessa vordaga, að fáir höfundar íslenzkir hafi fremur eða betur rækt þann siðferðilega virðuleik sem æskilegt væri að telja aðal góðs listamanns: stuðníng við stríðandi mannlíf, næma samkennd með þeirri náttúru sem maðurinn er hluti af, og vökula trúmennsku við þrenníngu sanna og eina, land, þjóð og túngu. A þessum tímamótum ævi þinnar þeg- ar menn hugleiða starf þitt, sjá þeir að það er sífrjótt og satt, og festa sér væntanlega orð þín í minni: „Enn er vegljóst, vakið í garðinum.“ Heill þér sjötugum. 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.