Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 35
Sbakespeare á meðal vor — Vélin Mikla („Tökum nú náttverð tímanlega, og svo / getum við lagzt á meltu um okkar mál.“) Þeir sofa, eða geta ekki sofið, þeir drekka sitt vín, þeir kalla á þjóna sína, gera hvað sem er. Þeir eru aðeins menn. Eins og hetjur Hómers eta þeir, sofa og bylta sér á óhægum beði sínum. Snilld Shake- speares nýtur sín einnig vel þegar hann lýsir þeim atburðum sem verða klukkan fjögur eftir miðnætti. Hver hefur ekki verið vakinn á þennan hátt klukkan fjögur eftir miðnætti, að minnsta kosti einu sinni á ævinni? Því óskar hann að vita hvort þér viljið nú þegar söðla hest og hraða för norður í land með sér, og flýja frá þeim voða sem hann hefur hugboð um. Hastingur lávarður var vakinn klukkan fjögur eftir miðnætti. Vinir hans hafa varað hann við, en hann fær ekki af sér að flýja. Hann bíður. Snúðu við, góði, heim til herra þíns, því hann þarf ekki að óttast tvöfalt þing; hann sjálfur verður ásamt mér á öðru, á hinu Katbæingur vinur vor. Segðu’ að hans ótti sé úr lausu lofti. Og draumarnir! ég undrast að hann trúir sem krakki á blekkta sjón í lausum svefni. Að flýja göltinn áður en hann eltir, það er að eggja árás galtarins, egna ’hann til grimmdar þegar hann er meinlaus. Biddu þinn herra að hafa tal af mér; við göngum síðan saman útí Turn; þar sér hann að við njótum galtarins. (Rtkarður þriðji, III, 2) Stund ákvarðana er liðin. Allir eru saman komnir í Turnkastala: Stanley lávarður, sem hafði varað við; Hastingur, sem ekki sinnti viðvörun hans; biskupinn í Eley; og Ráðkleifur, sem hefur nýlokið við aftökurnar í Pom- frett. Allir eru þeir saman komnir við eitt borð: Ríkisráðið, valdamestu emb- ættismenn þjóðfélagsins, veraldlegir og geistlegir; þeir menn sem hafa tök á kirkju, fjárhirzlu, her, og fangelsum. Þetta eru þeir sem aðrir skjálfa fyrir. Þeir eru þarna allir, nema sá fremsti: Ríkarður, konungsverndarinn. Hann er ókominn. Og þangað til eiga þeir að tala, greiða atkvæði, segja hug sinn. Það eiga þeir að gera, áður en konungsverndarinn segir sinn hug. 9 TMM 129
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.