Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 35
Sbakespeare á meðal vor — Vélin Mikla
(„Tökum nú náttverð tímanlega, og svo / getum við lagzt á meltu um
okkar mál.“) Þeir sofa, eða geta ekki sofið, þeir drekka sitt vín, þeir kalla
á þjóna sína, gera hvað sem er. Þeir eru aðeins menn. Eins og hetjur
Hómers eta þeir, sofa og bylta sér á óhægum beði sínum. Snilld Shake-
speares nýtur sín einnig vel þegar hann lýsir þeim atburðum sem verða
klukkan fjögur eftir miðnætti. Hver hefur ekki verið vakinn á þennan hátt
klukkan fjögur eftir miðnætti, að minnsta kosti einu sinni á ævinni?
Því óskar hann að vita hvort þér viljið
nú þegar söðla hest og hraða för
norður í land með sér, og flýja frá
þeim voða sem hann hefur hugboð um.
Hastingur lávarður var vakinn klukkan fjögur eftir miðnætti. Vinir hans
hafa varað hann við, en hann fær ekki af sér að flýja. Hann bíður.
Snúðu við, góði, heim til herra þíns,
því hann þarf ekki að óttast tvöfalt þing;
hann sjálfur verður ásamt mér á öðru,
á hinu Katbæingur vinur vor.
Segðu’ að hans ótti sé úr lausu lofti.
Og draumarnir! ég undrast að hann trúir
sem krakki á blekkta sjón í lausum svefni.
Að flýja göltinn áður en hann eltir,
það er að eggja árás galtarins,
egna ’hann til grimmdar þegar hann er meinlaus.
Biddu þinn herra að hafa tal af mér;
við göngum síðan saman útí Turn;
þar sér hann að við njótum galtarins.
(Rtkarður þriðji, III, 2)
Stund ákvarðana er liðin. Allir eru saman komnir í Turnkastala: Stanley
lávarður, sem hafði varað við; Hastingur, sem ekki sinnti viðvörun hans;
biskupinn í Eley; og Ráðkleifur, sem hefur nýlokið við aftökurnar í Pom-
frett. Allir eru þeir saman komnir við eitt borð: Ríkisráðið, valdamestu emb-
ættismenn þjóðfélagsins, veraldlegir og geistlegir; þeir menn sem hafa tök á
kirkju, fjárhirzlu, her, og fangelsum. Þetta eru þeir sem aðrir skjálfa fyrir.
Þeir eru þarna allir, nema sá fremsti: Ríkarður, konungsverndarinn. Hann
er ókominn. Og þangað til eiga þeir að tala, greiða atkvæði, segja hug
sinn. Það eiga þeir að gera, áður en konungsverndarinn segir sinn hug.
9 TMM
129