Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 114
'Tímarit Máls og menningar tímaskeiði er nokkuð frábrugðin hefð- bundinni mynd, sem upp kom á 19- öld. Höfundur styðst við nýjustu rann- sóknir, einkum varðandi framleiðslu- getu og mannfjölda, söguskoðun hans er beggja blands, á þann hátt, að hann styðst bæði við Marx og Weber og gerir mikið úr persónulegum áhrifum þjóð- höfðingja á pólitíska þróun og atburða- rás um leið og hann skilur manna bezt þær takmarkanir, sem binda slík áhrif. Tímaskeiðið var ummyndunarskeið frá miðöld til skynsemis- og upplýsinga- stefnu 18. aldar og tæknibyltingarinnar á 19. öld. Þeir menn sem áttu mestan þátt í að móta nýja heimsmynd voru jafnframt bundnir ýmiskonar miðalda- kenningum og skoðunum, vísindi þeirra voru blandin talnaspeki og töfrum, stjörnuspáfræði og jafnvel lófalestri. Styrjaldir og borgarastyrjaldir ein- kenndu þetta tímabil, kveikja þeirra var valdabarátta, hagsmunabarátta, sem var réttlætt með mismunandi afstöðu manna til trúarkenninga. Höfundur rekur hér fall Spánar sem heimsveldis og upp- komu Frakklands sem stórveldis, eftir borgara- og trúarbragðastyrjaldir. Flest riki Evrópu stóðu á mörkum miðalda- hagkerfis og kapítalisma nýju aldar, baráttan stóð þar milli aðals og kon- ungs, miðflóttaafls og miðstjórnar. Eitt ríki í Evrópu hafði sérstöðu, sem var Holland, borgaralegt lýðveldi án vald- stjórnar, þar gilti samkomulag milli meira og minna sjálfstæðra eininga. Vaxtarbroddur kapítalismans efldist þar í landi, bæði vegna legu landsins, verzl- unar, aukinnar farmennsku, fiskiveiða, blómlegs landbúnaðar og peninga- verzlunar. Hollenzkum kaupmönnum var sama um við hvern þeir verzluðu og þar í landi var engin valdstjórn, sem bannaði viðskipti við „villutrúarmenn". Stækkunarglerið og sjónaukinn, ný siglingatækni og sjókortagerð voru einn þátturinn í víkkaðri heimsmynd nýju aldar og stuðluðu að aukinni forvitni um umhverfið. Höfundurinn ver miklu rúmi til að útlista baráttu Niðurlend- inga við Spánverja og þróun hollenzks samfélags eftir þau átök. Hann tengir þessa baráttu Niðurlendinga trúar- bragðastyrjöldum í Þýzkalandi, sem tíðkast að nefna Þrjátíuárastríðið og tel- ur að í rauninni hafi það verið fram- hald fæðingarhríða nýju aldar. Höfundurinn hefursettsamanýmis rit varðandi hagsögu Englands og Evrópu, m. a. Anglo-Dutch Commerce and Fin- ance, England's Apprenticeship, The Dutch Republic and the Civilization of the Seventeenth Century o. fl. Hann er einnig einn af útgefendum The Cam- bridge Economic History of Europe. Siglaugur Brynleifsson 208
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.