Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 34
Tímarit Máls og menningar
ingar. Ríkarður stígur stór skref í áttina til hásætisins. En nú skal valda-
ráninu komið í kring. Nú þarf að kúga þingið og ríkisráðið, og ógna borg-
arstjórninni. I þetta sinn getur að líta, hvernig þeir, sem halda að þeir séu
skapendur sögunnar, eru í raun flæktir í Vélina Miklu. Hér blasir við
hrein og klár ímynd stjórnmálanna, afklædd hugsjónum, mörkuð grófum
dráttum. Hér skal sýndur á sviði kafli úr Þjóðhöfðingja Machiavellis, leik-
atriðið mikla um valdaránið. En þetta atriði skal leikið af lifandi mönnum,
og einmitt þar birtast yfirburðir Shakespeares yfir Machiavelli. Það skal
leikið af mönnum, sem vita að þeir eru dauðlegir, og reyna að bjarga tór-
unni, eða prútta við söguna um ofurlitla sjálfsvirðingu, sýndar-hugrekki,
velsæmi. Það mun þeim ekki takast. Sagan mun smána þá fyrst, og síðan
höggva af þeim höfuðið.
IV
Klukkan er fjögur eftir miðnætti. Það er í fyrsta sinn í harmleik, að
Shakespeare setur nákvæm tímamörk. Táknrænt, að það skuli vera klukk-
an fjögur eftir miðnætti. Það er smndin milli óttu og rismála; sú smnd,
þegar ráð hafa verið ráðin á hærri stöðum, þegar það hefur gert verið sem
gera þurfti. En það er líka sú smnd, þegar enn má bjargast á flótta að
heiman. Síðasta smndin sem leyfir frjálst val. Högg á hurðu kveða við;
einhver drepur hvatlega á dyr.
SENDIBOÐI: Herra!
HASTINGUR (innan dyra): Hver barði?
SENDIBOÐI: Boð frá herra Stanley!
HASTINGUR (innan dyra): Nú, hvað er klukkan?
SENDIBOÐI: Hún er f jögur rétt.
HASTINGUR (kemur á svið): Fær Stanley ekki svefn svo napra nótt?
SENDIBOÐI: Ætla má það, af því sem mér er falið;
fyrst er þó kveðja hans til yðar, herra.
HASTINGUR: Og svo?
SENDIBOÐI: ....................
þá segir hann, að háð sé tvöfalt þing.
Ég dáist að þessum skjóm svipstundum í verkum Shakespeares, þegar
harmleiknum er skyndilega varpað fram á svið hversdagsleikans; þegar
leikhetjurnar eiga úrslita-orusm í vændum, eða hafa stofnað til samsæris,
sem ræður örlögum konungsríkis, og ganga til náttverðar, eða til sængur.
128