Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Síða 73
Manúel Rojas, Chíle
skap um dýrðarríki. Skáldið greip síðan stöku sinnum til stílbragða, svo
að hjakkið og haltrið frá sólsemrsglóð til dagsbrúnar yrði listrænt og ekki
um of einhæft fyrir athygli lesandans.
I nýríkum heimi sínýrrar vöru og fjölbreytts vöruúrvals var skylt að
hafa einnig fjölbreytni í listum. Það var kall bandaríska tímans: höfund-
urinn var sífellt að endurnýja sig, hann var nýr með hverri bók. Eins og
allt annað var listin efnahagslegs eðlis, vara og peningar. Listin var ekki
fyrir listina, að kröfu fagurkerans, heldur fyrir peningana. Hún hætti að
vera hættulegur leyndardómur, og listamaðurinn var ekki neinn óútreikn-
anlegur Loki, heldur ritverkamaður.
Þetta voru einkenni „þjóðlegra" bókmennta Chíle á árunum fyrir og
eftir seinni heimsstyrjöldina. Rojas reyndi að smeygja sér undan háfjalla-
og heiðaskáldskapnum (þessi skáldskapur átti reyndar rætur að rekja til
heiða- og háfjallabókmennta Englands á nítjándu öld), sem hlaut þjóð-
legan einyrkjablæ og skásettan augnsvip indíánans við skrifborð einhvers
undanvillings borgarastéttarinnar, alþýðuvinar, í Santíago eða Valparíso,
sem hafði lært alþýðumál af þjónustufólkinu á æskuheimili sínu og ein-
hverri ömmu.
Rojas aðhylltist í fyrsm kenningar Tolstojs — tolstojskar nýlendur voru
algengar í löndum Suðurameríku — síðan snerist hann á sveif með stjórn-
leysingjum, en gerðist síðan marxisti. I bókmennmm hans gætti hins vegar
anda frá Pedro Prado (1886—1952), sem skrifaði eitt skemmtilegasta verk
chílenskra bókmennta, söguna af Alsíno. Hún fjallar um lítinn chílestrák,
sem langar til að geta flogið. Hann klifrar upp í tré, detrnr á fluginu og
verður að krypplingi. En úr kryppunni vaxa vængir og á þeim flýgur
strákur í töfraheimi draumanna milli manna og hluta.
En Rojas einskorðaði ekki verk sín við ljóðrænt flug ævintýrsins í furðu-
heimi hins óbreytta manns, heldur hvarf hann að einslags hversdagsraun-
sæi. Bestum árangri náði hann í Sonur þjófs, verki sem kom út í þremur
bindum á árunum 1951—1958. Þetta eru minningar pilts, raktar frá
æsku til sautján ára aldurs. Sagan segir frá munaðarleysi hans, fátækt,
sulti, þátttöku í byltingartilraun, fangelsun, kunningjahópi hans og striti.
Sagan er ekki af stofni evrópsks raunsæis. Hún er öðru fremur óður til
frelsis sköpunar og skáldskapar. Rojas lýsir alþýðumanninum frá ýmsum
hliðum, hann beitir tækni nálægðarinnar og veitir innsýn inn í víddir hins
óbrotna manns, blessunarlega laus við viðhorf broddborgarans eða mennta-
kommans.
167