Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 63
Maður rósarinnar
manna. Síst hefði munkinum sómt illa herklæði þess fyrst nefnda, herða-
slá og fimur hestur hins síðarnefnda eða léttur klæðnaður og vopn skæru-
liðans. En faðir Espínoza var eitthvað gerólíkt, þótt hann hefði auðveld-
lega getað verið einhver áður nefndra manna. Hann var einfaldur í hátt-
um, skilningsgóður, skarpskyggn, gæddur brennandi þróttmikilli trú, per-
sónutöfrum og trúarhrifningu, en gersneyddur allri lausung.
Espínoza hafði ferðast um Araúcanahéraðið þvert og endilangt um
fimmtán ára skeið. Indíánar, sem nutu trúfræðslu hans, tignuðu hann.
Væri lögð fyrir hann spurning, brosti hann og veitti greið svör. Og það
var engu líkara en hann ræddi ævinlega við einfaldar sálir, sama eðlis og
sál hans sjálfs.
Faðir Espínoza var þannig trúboðsmunkur, heilsteyptur maður og kol-
skeggjaður.
Samstæður fjöldi prímsignaðs fólks fyllti forgarð klaustursins daginn
eftir að trúboðsvikan hafði verið auglýst, en einmitt þar átti að halda hana.
Chílotefuglar, landbúnaðarverkamenn, iðnverkamenn, indíánar, flæking-
ar og timburfleytingamenn flykktust hæglátir inn í forgarðinn í leit og
bið eftir lausnarorðum trúboðanna. Þetta var fólk klætt tötrum, flest ber-
fætt eða í grófum tágaskóm. Sumir báru ekkert annað fata en nærskyrtu
og brækur, óhreinar flíkur og slitnar af mikilli notkun. Andlit karlmann-
anna voru sollin af víndrykkju og fáfræði. Allt þetta fólk var afskræmt,
komið úr nærliggjandi skógum og hreysum borgarinnar.
Trúboðarnir voru orðnir vanir samkomugestum af þessu tagi, og þeim
var ljóst að flestir ógæfumannanna komu fremur sökum örlætis trúboðs-
ins en í leit að sannleikanum, enda höfðu munkarnir fyrir sið að dreifa
matvælum og klæðum meðal fólks, sem þjáðist mest af hungri og klæð-
leysi.
Hetmmunkarnir unnu sleimlaust allan daginn. Fólkið stóð í hnapp
undir trjáninn eða í hornum garðsins og svaraði einföldum spurningum
kversins eins samviskusamlega og það gat, eða samkvæmt því sem hafði
verið kennt.
Hvar er Guð?
Uppi í himninum, niðri á jörðinni og alls staðar, svaraði fólkið í hræði-
lega hljómlausum kór.
Faðir Espínoza var færastur í mngu innfæddra og skýrði fyrir indíán-
unum kenningu kversins, en það var þrautaverk, sem gat slitið gersamlega
157