Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 4
r
Adrepur
Ofsóknir í skjóli þagnar
Nýlega hafa nokkrir dómar fallið í Hæstarétti í svonefndum VL-málum, meið-
yrðamálum sem tólf einstaklingar höfðuðu gegn pólitískum andstæðingum
sínum vegna blaðagreina á öndverðu þjóðhátíðarári. Eftir skynsamlega og
vel grundaða undirréttardóma hljóta niðurstöður Hæstaréttar að valda mikl-
um vonbrigðum. Þar er gefið háskalegt fordæmi í sambandi við pólitíska
umræðu á íslandi í framtíðinni. Að vísu fór því fjarri að gengið væri að
ýtrustu kröfum hinna heiftræknu herpostula. Ekki munu þeir fitna af miska-
bótunum í líkingu við púkann á fjósbitanum forðum og lítinn sóma hafa af.
Yfirlýst stefna undirskriftasöfnunarinnar sem kenndi sig við Varið land
var sú að gefa hinum „þögla meirihluta" færi á að tjá hug sinn til hersetunnar
og þeirra áforma ríkisstjórnarinnar að losna við herinn í áföngum. Þeir af
frumkvöðlum undirskriftaskjalsins sem á annað borð rufu þögnina, sem
voru aðeins tveir að því er best verður séð, lögðu þunga áherslu á lýðræðis-
legan rétt hvers einstaklings að mynda sér sjálfstæða skoðun á þessu mikil-
væga og örlagaríka málefni. „Undirstaða lýðræðis er að mönnum leyfist að
hafa sjálfstæðar skoðanir," sagði annar þeirra í viðtali í Morgunblaðinu. Hins
vegar gerðu þessir sömu menn ekkert til þess að auðvelda fólki að mynda sér
sjálfstæða og grundvallaða skoðun gagnvart hersetunni og veru íslands í
Atlantshafsbandalaginu.
Umræðan um herstöðvamálið á árunum 1973—4 einkenndist því miður
alltof mikið af órökstuddum fullyrðingum á báða bóga. Ástæðan var fyrst og
fremst sú að NATÓ-sinnar voru ekki til viðræðu, en treystu á vald sitt yfir
áhrifamestu fjölmiðlunum. Morgunblaðið umturnaðist gersamlega, og getur
varla ógeðfelldari skrif í gervallri sögu blaðsins en þau sem þar birtust í
leiðurum, staksteinum og Reykjavíkurbréfum meðan gerningahríðin — og
undirskriftasöfnunin — stóð sem hæst. Og fréttamenn sjónvarpsins komu í
humátt á eftir. Við þessar aðstæður hvíldi sú ótvíræða lýðræðisskylda á for-
ustumönnum undirskriftasöfnunarinnar að gera fólki skýra grein fyrir sjónar-
miðum sínum, hrinda af stað skynsamlegri umræðu. En það gerðu þeir ekki.
114