Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 11
Mál og menning 40 ára fé handa honum til þess að hann gæti verið í friði við að skrifa og skipuleggja þetta, fórum til ýmissa sem við héldum að væru fúsir til að leggja eitthvað af mörkum til þess að þetta kæmist út. Svo man ég eftir því að löngu seinna sagði Kristinn mér að það eina sem hann hefði fengið út úr þessari söfnun hefði verið það sem ég safnaði handa honum. En samt sem áður var þetta svolítill styrkur, svo að hann gat gefið sig að því að koma út Rauðum pennum, láta þýða og þýða sjálfur, auk þess sem hann skrifaði um erlendar verkalýðsbókmenntir í fyrsm bókina. Eftir að Mál og menning var stofnað varð hann framkvæmda- stjóri og fékk einhverja þóknun fyrir það. Hvernig gekk ykkur rithöfundum áður en Heimskringla og Mál og menning voru stofnuð að koma bókum ykkar út? Það var illt að koma út bókum, blessaður vertu. Til að mynda man ég eftir því þegar Halldór Laxness gaf út Vefarann mikla frá Kasmír, þá fékk hann áskrifendur. Bókin var gefin út í heftum. Eins var þegar Salka Valka kom út, þ. e. a. s. fyrri hlutinn, Þú vínviður hreini, þá ætlaði hann að fara eins að og byrjaði að safna áskrifendum að þeirri bók. Svo talaðist einhvern veginn þannig til milli Jónasar Jónssonar og Kiljans að Menningarsjóður tók útgáfuna að sér. En það voru ekki allir sem áttu Jónas að og valt að treysta á hans hylli eins og dæmin sönnuðu síðar. Heimskringla tók síðan við að gefa út bækur Halldórs næsm árin. Stofnun Heimskringlu var auðvitað ákaflega brýn, bæði til að koma út Rauðum pennum og ýmsum skáldverkum sem átm ekki greiða leið á markaðinn. Að vísu ráku menn sig fljótlega á það að þrátt fyrir feykilegan áhuga var efnahag fólksins þannig farið að margir hverjir höfðu blátt áfram ekki ráð á að kaupa þessar bækur. Ekki fyrr en Mál og menning kom til skjalanna. Það þarf ekki annað en líta á fyrsm árganga Tímarits Aíáls og menningar til að sjá hvert bókahungrið var hjá alþýðu manna á þessum tímum. Það er svolítið erfitt að átta sig á tengslum Heimskringlu og Máls og menningar í upphafi fimmta áratugarins. í Tímaritinu 1942 er sagt frá því að forlagið Heimskringla hafi gengið inn í Víkingsútgáfuna, en Mál og menning hafi keypt bókaverslunina, og 1945 kemur fram að Mál og menntng hefur keypt Heimskringlu aftur á miðju undanfarandi sumri. Já, þetta mun hafa stafað af því að það gekk hræðilega með fjárhag- inn og þá tók Ragnar í Smára að sér að gefa út bækur Heimskringlu. 121
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.