Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 13
Mál og menning 40 ára
fréttir sem þar birtast frá Máli og menningu hefur maður á tilfinning-
unni að þettta hafi ekki verið mjög lýðræðislegur félagsskapur. Félags-
ráðið var sjálfskipað eins og þú sagðir áðan og endurnýjun hjá ykkur
innan þess virðist hafa verið hceg að ekki sé meira sagt.
Já, það var ekki kosning nema þegar einhver dó.
Stjórnin var lengstaf alltaf sú sama, framkvcemdastjóri líka og rit-
stjórn Tímaritsins. Heldurðu að þetta hafi verið til góðs eða illsP
Ég veit það ekki. Þetta ráð lét nú aldrei til sín taka. Það var stofnað,
eins og Kristinn segir í Tímaritinu, í því skyni að „hlaða um félagið
sterkari varnargarð mikilsmetinna áhugamanna í Reykjavík, sem ekki
vilja þola að þetta menningartæki íslenzkrar alþýðu sé ofsótt né starfsemi
þess hnekkt.“ Þarna voru þekktir menntamenn og rithöfundar. Ég held að
þetta hafi haft sín áhrif og ráðið hafi ekki þóst gegna öðru hlutverki en
því að vera þarna eins konar verndarmúr. Ekki var vanþörf á því. Til
Kristins báru allir fullt og óskorað traust. Ef ráðið hefði litið á það
sem hlutverk sitt að marka einhverja stefnu hefði sjálfsagt verið ástæða
til að endurnýja það eitthvað ár frá ári. Kannske er kominn tími til
þess núna, ég veit það ekki.
Það mun hafa verið fullyrt í blaðagrein nýverið að Mál og menning,
Bókabúðin, Heimskringla o. s. frv. séu allt eignir Alþýðubandalagsins.
Hafa einhvern tíma verið tengsl, fjárhagsleg eða skipulagsleg, milli
flokksins og þessara fyrirtcekja?
Nei, þau hafa aldrei verið. Það bar aldrei á neinum áróðri né öðru
þess háttar og það hafa aldrei verið nein tengsl milli Máls og menningar
og þessa flokks. Ég hef aldrei orðið var við það. Sumir þykjast hafa
komist á snoðir um að þessi flokkur vildi ná undir sig forlaginu. Aldrei
varð ég var við það. Ég skal ekki segja hvað hefur gerst síðan ég fór
úr leik, en ekki hef ég trú á því.
í þessum félagspistli Kristins í Tímaritinu 1940, sem þú vitnaðir til
áðan, talar hann um fjandsamlegan áróður sem rekinn hafi verið gegn
Máli og menningu og harða samkeppni. Var félaginu einhvern tíma
hœtta búin af utanaðkomandi árásum?
Já, það var náttúrlega mikið unnið gegn okkur, sérstaklega Jónas frá
Hriflu, hann varð alveg vitlaus. Annars voru það skuldirnar sem fóru
verst með félagið, ekki keppinautarnir. Fljótlega eftir stofnun Máls
og menningar réðst Jónas á félagið í Tímanum í einhverjum langhundi
um að kommúnistar væru farnir að gefa út áróðursrit um kommúnisma
123