Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 14
Tímarit Máls og menningar og hvað þyrfti að gera gegn því. Það ráð sem hann fann var það að reisa úr ösku Þjóðvinafélagið sem fram að því gaf rétt aðeins út Andvara og Almanakið. Hann sameinaði það útgáfu Menningarsjóðs og lét það gefa út bækur sem fólk gat skrifað sig fyrir og voru niðurgreiddar af opinberu fé. Með þessu ætlaði hann að kveða niður Mál og menningu. En það bara tókst ekki. Því að það fólk sem keypti þessar bækur Þjóð- vinafélagsins, það var eftir sem áður í Máli og menningu. Það fékk þarna meiri bókakost, önnur áhrif hafði það ekki. Auðvitað fundu allir lesend- ur bóka Máls og menningar að þetta var enginn áróður. En skuldabyrðin var erfið. Prentsmiðjurnar voru allar óvinveittar félaginu. Til marks um það er að þáverandi framkvæmdastjóri Isafoldarprentsmiðju, sem hafði prentað talsvert af bókum fyrir okkur, gerði sér ferð á fund Ejnars Munksgárd, sem var mjög frægur og mikils metinn útgefandi í Dan- mörku og umboðsmaður félagsins, til að segja honum hvað það væru vondir kommúnistar sem hann legði nafn sitt við uppi á Islandi. Litlu síðar kom Kristinn til Kaupmannahafnar og hitti Munksgárd og hann gerði mikið gys að þessum manni sem var svo ákafur að rífa niður þetta félag. En þessi fjandskapur af hálfu prentsmiðjanna varð til þess að ofan á allt annað þurfti félagið að fara að berjast í því að koma sér upp eigin prentsmiðju til að láta ekki loka sig úti eða sæta afarkostum. Þá var Prentsmiðjan Hólar hf. stofnuð, árið 1942. Þegar þú lítur nú til baka yfir feril félagsins þá hafa þessir erfiðleik- ar auðvitað sett mark sitt á starf þess alla tíð. En telurðu að það hafi fylgst nógu vel með þeim gerbreyttu þjóðfélagsháttum sem orðið hafa og gegni enn uþþhaflegu hlutverki sínu? Það eru nú orðin nokkur ár síðan ég sagði mig úr stjórn Máls og menningar og varð að hætta að sækja félagsráðsfundi vegna vanheilsu svo ég get ekki alveg um þetta sagt. Félagsmannatalan hefur mjög dregist saman miðað við það sem mest var áður. Það er því erfitt um vik að lækka bókaverð að neinu marki. Eg held að kiljurnar hafi verið spor í rétta átt til að höfða til nýrra ungra lesenda sem hafa áhuga á þjóðfélagsmálum og eitthvað hefur verið gefið út af Ijóðum og verkum yngri manna. En ef til vill hefur ekki verið gert nóg af því. Þorleifur Hauksson. 12 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.