Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 14
Tímarit Máls og menningar
og hvað þyrfti að gera gegn því. Það ráð sem hann fann var það að
reisa úr ösku Þjóðvinafélagið sem fram að því gaf rétt aðeins út Andvara
og Almanakið. Hann sameinaði það útgáfu Menningarsjóðs og lét það
gefa út bækur sem fólk gat skrifað sig fyrir og voru niðurgreiddar af
opinberu fé. Með þessu ætlaði hann að kveða niður Mál og menningu.
En það bara tókst ekki. Því að það fólk sem keypti þessar bækur Þjóð-
vinafélagsins, það var eftir sem áður í Máli og menningu. Það fékk þarna
meiri bókakost, önnur áhrif hafði það ekki. Auðvitað fundu allir lesend-
ur bóka Máls og menningar að þetta var enginn áróður. En skuldabyrðin
var erfið. Prentsmiðjurnar voru allar óvinveittar félaginu. Til marks
um það er að þáverandi framkvæmdastjóri Isafoldarprentsmiðju, sem
hafði prentað talsvert af bókum fyrir okkur, gerði sér ferð á fund Ejnars
Munksgárd, sem var mjög frægur og mikils metinn útgefandi í Dan-
mörku og umboðsmaður félagsins, til að segja honum hvað það væru
vondir kommúnistar sem hann legði nafn sitt við uppi á Islandi. Litlu
síðar kom Kristinn til Kaupmannahafnar og hitti Munksgárd og hann
gerði mikið gys að þessum manni sem var svo ákafur að rífa niður
þetta félag. En þessi fjandskapur af hálfu prentsmiðjanna varð til þess
að ofan á allt annað þurfti félagið að fara að berjast í því að koma sér
upp eigin prentsmiðju til að láta ekki loka sig úti eða sæta afarkostum.
Þá var Prentsmiðjan Hólar hf. stofnuð, árið 1942.
Þegar þú lítur nú til baka yfir feril félagsins þá hafa þessir erfiðleik-
ar auðvitað sett mark sitt á starf þess alla tíð. En telurðu að það hafi
fylgst nógu vel með þeim gerbreyttu þjóðfélagsháttum sem orðið hafa
og gegni enn uþþhaflegu hlutverki sínu?
Það eru nú orðin nokkur ár síðan ég sagði mig úr stjórn Máls og
menningar og varð að hætta að sækja félagsráðsfundi vegna vanheilsu
svo ég get ekki alveg um þetta sagt. Félagsmannatalan hefur mjög
dregist saman miðað við það sem mest var áður. Það er því erfitt um
vik að lækka bókaverð að neinu marki. Eg held að kiljurnar hafi verið
spor í rétta átt til að höfða til nýrra ungra lesenda sem hafa áhuga á
þjóðfélagsmálum og eitthvað hefur verið gefið út af Ijóðum og verkum
yngri manna. En ef til vill hefur ekki verið gert nóg af því.
Þorleifur Hauksson.
12 4