Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 15

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 15
Gísli Asmundsson Afmælisþankar Það hefði þótt undarleg spásögn árið 1936, að á næsta ári mundi rísa ný og kröftug menningarhreyfing á Islandi borin uppi af bjartsýni, ein- urð og stórhug. Það sem af var áratugnum hafði ríkt þungbær efna- hagskreppa, sem mjög hafði reynt á þolrif þjóðarinnar og kollvarpað þeirri bjartsýni um bættan hag og betra líf, sem verið hafði á fyrstu áratugum aldarinnar. Afturhald var í sókn í landinu, yfir Evrópu grúfði myrkur fasisma, og styrjaldarhætta fór ört vaxandi. Samt gerðist þetta ólíklega. Nýtt bókmenntafélag var stofnað 1937 og bar heitið Mál og menning. Viðtökurnar voru slíkar um land allt, að engu var líkara en einmitt hefði verið beðið eftir þessu frumkvæði. Þetta félag, sem stofn- að var af fáeinum ungum mönnum með tvær hendur tómar, óx með slíkum undrahraða, að eftir eitt ár voru félagar þess orðnir nær 5000 og það hafði um 50 áhugasama umboðsmenn um allt land. Það sem öðru fremur hratt af stað þessari félagsstofnun var bjartsýni forgöngumannanna á menntunarvilja fátæks stritvinnufólks í landinu, bjartsýni, sem sprottin var af reynslu liðinna tíma, reyndar aldalangri sögu, en nærtækustu dæmin eru menningarhreyfingin í Þingeyjarsýslu kringum aldamótin og ungmennafélagshreyfingin. Þegar Mál og menning hóf starf sitt, var upplag bóka á Islandi mjög lágt, yfirleitt á öðru þúsundi eintaka, og verðið því hátt, svo að fátækt fólk — og í þann tíð voru flestir fátækir — gat ekki keypt bækur að nokkru ráði, þó að fegið vildi. Þjóðin átti um þessar mundir hóp ágætra rithöfunda, en hún gat ekki lesið þá sakir fátæktar. Stofnendur Máls og menningar hugsuðu sér að bæta úr þessu með því að marg- falda upplag bóka og stórlækka þar með verðið, en til þess þurfti sam- stillt átak. En þeir hugsuðu engan veginn um magnið eitt. Þeir vildu jafnframt gefa út valdar bækur, sem menningarauki væri að, og höfðu um það miklar fyrirætlanir. Auk þess að veita almenningi aðgang að hinum bestu höfundum íslenskum vildu þeir víkka bókmenntalegan 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.