Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Qupperneq 16
Tímarit Máls og menningar
sjónhring alþýðu manna með því að gefa út þýðingar á öndvegishöf-
undum erlendum t. d. nóbelsskáldum. Þá vildu þeir gefa út fræðirit á
ýmsum sviðum og höfðu brátt meðal annars í undirbúningi samn-
ingu og útgáfu margra binda verks um íslenskan menningararf. Af ýms-
um ástæðum varð minna úr sumum hugmyndum, en þó komst margt
í framkvæmd, í rauninni undramargt. Það væri langur listi, ef telja ætti
upp allar þær ágætu bækur, sem félagið hefur gefið út á undanföm-
um fjörutíu árum, og margar þeirra, ef ekki flestar, hefðu ekki komist
í hendur íslenskra lesenda nema fyrir framtak félagsins. Þar mætti t. d.
nefna hið stóra safnrit um heimsmynd vísindanna, Undur veraldar. Það
var mikill fengur fróðleiksfúsu fólki, enda sjálfsmenntun þá enn lifandi
vemleiki á Islandi.
Fyrstu árin voru Rauðir pennar ársrit félagsins, en jafnframt var gefið
út lítið tímarit, Mál og menning, stundum kallað „litla tímaritið“,
aðallega ætlað sem tengiliður milli stjórnar og félagsmanna. Það er
skemmtilegt að blaða í þessu litla riti nú og rifja upp, hve sambandið
milli stjórnar og félagsmanna var náið. Stjórnin gerði skilmerkilega
grein fyrir rekstri félagsins, vandamálunum, sem við var að etja, hug-
myndum sínum um eflingu félagsins, um skáldrit og fræðirit, er hún
hefði hug á að gefa út, og óskaði eftir umsögnum og hugmyndum
félagsmanna. Þarna skapaðist á skömmum tíma hið ákjósanlegasta sam-
band byggt á gagnkvæmu trausti og samhug. Stjórninni barst fjöldi
bréfa frá félagsmönnum. Þetta voru hlý og skemmtileg bréf. Nokkur
sýnishorn þeirra voru birt í tímaritinu.
Ekki voru liðin nema tvö ár frá stofnun Máls og menningar, þegar
afturhaldsöfl fóru að fá þungar áhyggjur af hinni undraverðu velgengni
félagsins. Frumkvöðlar þess og forusmmenn voru sósíalistar, og enda
þótt bækurnar, sem félagið hafði gefið út, væru algerlega ópólitískar,
var þó ársrit félagsins, Rauðir pennar, með greinilegum pólitískum lit.
Gera mátti ráð fyrir, að stór hluti hins kreppulúna fólks, sem Mál og
menning náði til, mundi losna undan áhrifavaldi afturhaldsaflanna og
ekki skila sér í kosningum. Var ekki vá fyrir dyrum, ef félagið fengi
óhindrað að eflast áfram? Jú, vissulega. Því að ekki getur yfirstétt tryggt
sér meirihluta á alþingi og þar með tök á ríkisvaldinu, nema alþýðu-
atkvæði komi til í stórum stíl. Bókaútgáfa menningarsjóðs fékk það
hlutverk að keppa við Mál og menningu um útgáfu ódýrra bóka, reynd-
ar með fjárframlögum af almannafé. Þetta tiltæki reyndist vindhögg,
126