Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 17
Afmcelisþankar Mál og menning hélt áfram að eflast, og upplag bóka félagsins fór nokk- uð yfir sex þúsund. Aðra tilraun gerðu sömu afturhaldsöfl fáum árum síðar, þá kannski með einhverjum árangri. En annað varð Máli og menningu þyngra í skauti, og það voru sjálf- ir heimsviðburðirnir og áhrif þeirra á Islandi. Heimsstyrjöld geisaði, Is- land var hernumið, efnahagskreppan var horfin eins og dögg fyrir sólu, og við tók þrotlaus yfirvinna, sú sem enn stendur. Alþýða manna gat nú fljótlega veitt sér að kaupa bækur nokkuð að vild, jafnvel dýrar bækur. Hins vegar varð þrengra um tíma til að lesa þær. A síðari árum hefur svo bæst við hið ómerkilega afþreyingartæld sjónvarpið, sem áreiðanlega stelur drjúgum tíma frá lestri góðra bóka, ekki hvað síst í strjálbýli. Og Mál og menning var nú ekki lengur eina hjálparhella fá- tæku, bókhneigðu fólki, og margur varð líka afhuga lestri góðra bóka í kapphlaupinu um lífsgæðin, raunsönn og ímynduð. En þó að útgáfa og dreifing bóka væri ekki lengur orðinn eins brýnn þáttur í starfi Máls og menningar, færðu hinir breyttu tímar félaginu ærin ný viðfangsefni, sem það snerist röggsamlega við. Arið 1940 hóf það að gefa út nýtt tímarit, Tímarit Máls og menningar, sem tók við af Rauðum pennum. Með tilkomu Tímaritsins víkkaði Mál og menn- ing starfssvið sitt og gerðist nú enn virkari þátttakandi í umræðunni um hin margvíslegu nýju vandamál, er að þjóðinni steðjuðu. Og Tíma- ritið varð æ mikilvægari þáttur í starfsemi þess. Margar minnisstæðar greinar eftir hina snjöllustu höfunda birtust í Tímaritinu, einkum fram- an af, og vöktu oft deilur. En óhætt er að segja, að eitt mál hafi þó löngum borið hæst, en það var baráttan gegn ásælni Bandaríkjanna og hernámi, baráttan gegn aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu. I Tímaritinu hafa ekki aðeins birst margar og hvassar greinar um þau mál, heldur og mörg af hinum fögru og eggjandi ættjarðarkvæðum, sem ort voru um miðbik aldarinnar. Hin nýja sjálfstæðisbarátta hefði ekki orðið eins rismikil og heit án Tímarits Máls og menningar. En vegna þessa stórmáls hefur nokkuð dregið úr árvekni og fersk- leika Tímaritsins á öðrum sviðum, og kom þó fleira til. Margir af vígreifustu rithöfundunum meðal forvígismanna og velunnara félags- ins eru fallnir í valinn, en aðrir teknir að gamlast. Það er t. d. ekki nema von, að það segi til sín, þegar Kristinn E. Andrésson, hinn mikli primus motor félagsins, er horfinn af sjónarsviðinu. En þess er að vænta, að sóknarhugur og fjör færist í félagið að nýju, 127
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.