Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Síða 17
Afmcelisþankar
Mál og menning hélt áfram að eflast, og upplag bóka félagsins fór nokk-
uð yfir sex þúsund. Aðra tilraun gerðu sömu afturhaldsöfl fáum árum
síðar, þá kannski með einhverjum árangri.
En annað varð Máli og menningu þyngra í skauti, og það voru sjálf-
ir heimsviðburðirnir og áhrif þeirra á Islandi. Heimsstyrjöld geisaði, Is-
land var hernumið, efnahagskreppan var horfin eins og dögg fyrir sólu,
og við tók þrotlaus yfirvinna, sú sem enn stendur. Alþýða manna gat
nú fljótlega veitt sér að kaupa bækur nokkuð að vild, jafnvel dýrar
bækur. Hins vegar varð þrengra um tíma til að lesa þær. A síðari árum
hefur svo bæst við hið ómerkilega afþreyingartæld sjónvarpið, sem
áreiðanlega stelur drjúgum tíma frá lestri góðra bóka, ekki hvað síst í
strjálbýli. Og Mál og menning var nú ekki lengur eina hjálparhella fá-
tæku, bókhneigðu fólki, og margur varð líka afhuga lestri góðra bóka
í kapphlaupinu um lífsgæðin, raunsönn og ímynduð.
En þó að útgáfa og dreifing bóka væri ekki lengur orðinn eins brýnn
þáttur í starfi Máls og menningar, færðu hinir breyttu tímar félaginu
ærin ný viðfangsefni, sem það snerist röggsamlega við. Arið 1940 hóf
það að gefa út nýtt tímarit, Tímarit Máls og menningar, sem tók við
af Rauðum pennum. Með tilkomu Tímaritsins víkkaði Mál og menn-
ing starfssvið sitt og gerðist nú enn virkari þátttakandi í umræðunni
um hin margvíslegu nýju vandamál, er að þjóðinni steðjuðu. Og Tíma-
ritið varð æ mikilvægari þáttur í starfsemi þess. Margar minnisstæðar
greinar eftir hina snjöllustu höfunda birtust í Tímaritinu, einkum fram-
an af, og vöktu oft deilur. En óhætt er að segja, að eitt mál hafi þó
löngum borið hæst, en það var baráttan gegn ásælni Bandaríkjanna
og hernámi, baráttan gegn aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu. I
Tímaritinu hafa ekki aðeins birst margar og hvassar greinar um þau
mál, heldur og mörg af hinum fögru og eggjandi ættjarðarkvæðum,
sem ort voru um miðbik aldarinnar. Hin nýja sjálfstæðisbarátta hefði
ekki orðið eins rismikil og heit án Tímarits Máls og menningar.
En vegna þessa stórmáls hefur nokkuð dregið úr árvekni og fersk-
leika Tímaritsins á öðrum sviðum, og kom þó fleira til. Margir af
vígreifustu rithöfundunum meðal forvígismanna og velunnara félags-
ins eru fallnir í valinn, en aðrir teknir að gamlast. Það er t. d. ekki
nema von, að það segi til sín, þegar Kristinn E. Andrésson, hinn mikli
primus motor félagsins, er horfinn af sjónarsviðinu.
En þess er að vænta, að sóknarhugur og fjör færist í félagið að nýju,
127