Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Blaðsíða 19
Afmcelisþankar
opnaði samtíðarmönnum hans nýja sýn á bókmenntir, og þar af spruttu
þúsund blóm. Og því má bæta við, að Jónas Hallgrímsson var sjálfur
enginn framúrstefnumaður, eins og nú er kallað. Hann var vel mæltur
á Ijóðahátt, þó að forn sé.
Islendingar hafa sannarlega komist í kynni við umheiminn á undan-
förnum fjörutíu árum, og þjóðin reyndist vanbúin að mæta slíkri hol-
skeflu. Mörgu miður hollu hefur hún ginið við af átakanlegu hrekk-
leysi. Henni hefur jafnvel farist óviturlegar en sardínunum gagnvart há-
karlinum, svo að vitnað sé til skáldsögu Arevalos. Það hvarflaði aldrei
að sardínunum að viðra sig upp við hákarlinn. En þó að byrjunin sé
nöturleg, verður að vona, að þjóðin sé reynslunni ríkari. Eitt er víst, að
ekki verður aftur snúið til hinnar fyrri einangrunar. Nú skiptir það
sköpum, hvort þjóðinni lærist nógu fljótt að vera vör um sig og hugsa
fyrir sér sjálf, eða hvort hún verður óminnug á sitt mál, sína menn-
ingu og sögu og týnist í þjóðahafið, eins og oft hafa orðið örlög fá-
mennra þjóða. Góðu heilli er nú mikið hugsað og rætt um íslenska
efnahagsstefnu, en það er engu síður orðið tímabært að fara að móta
íslenska menningarstefnu eftir alla þá gagnrýnislausu eftiröpun útlands-
ins, sem einkennt hefur tímabilið eftir stríð.
I upphafi lögðu frumkvöðlar Máls og menningar áherslu á að rjúfa
einangrun, opna Islendingum víðari sýn til umheimsins. En þeim lá engu
síður á hjarta hollustan við það, sem íslenskt er. Arfur Islendinga átti
hið mikla fjögurra binda verk að heita, sem Mál og menning ráðgerði.
Þó að margt hafi orðið til hindrunar og ekki sé komið út nema fyrsta
bindið, ætti ágæti þess bindis að vera Máli og menningu hvatning til
þess að ljúka verkinu, þrátt fyrir langt hlé. En hvað sem því líður,
hlýtur það að verða meginhlutverk Máls og menningar á komandi tím-
um að leggja fram það sem má til að vernda íslenskan menningararf
og ávaxta hann — reyndar hafa um það hiklausa forustu, ef með þarf.
Ö TMM
129