Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 22
Kristinn E. Andrésson Hallormsstaðarbréf Reykjavík, 2. ágúst 1972. Hrafn Sveinbjarnarson Hallormsstað. Kæri vin, Dvölin hjá ykkur á Hallormsstað er orðin í minni okkar að einhverju undraverðu ævintýri. Við vissum ekki annað framan af en við værum að njóta hvíldar og einveru, vorum að mestu út af fyrir okkur, ráfuðum um skóginn og meðfram vatninu, upp hlíðina fyrir ofan bæinn að foss- inum í Staðará eða hreiðruðum um okkur í rjóðri við Kerlingará og hlustuðum þar á lækjarniðinn og söng í þresti og skynjuðum með Páli Olafssyni að Gott átt þú hrísia á grænum bala, vorum eiginlega sjálf orðin að hríslum, eða við löbbuðum út í Atlavík og ætluðum þar á leiðinni ekki að geta slitið augun frá blágresinu í skógarjaðrinum. Eða við gengum niður að vatninu og settumst í fjöruna og störðum á töfrana sem lágu á vatninu, speglanirnar allar og litbrigðin, og urðum þó gagnteknust nóttina sem þú vaktir okkur til að sjá sólarupprásina og finna kyrrð næturinnar, og hve djúp var sú kyrrð og unaðsleg er hún tók okkur til sín og gaf okkur sinn frið og litdýrðin á vatninu er færði okkur heim sanninn um hve rétt það er sem segir í Hómerskviðum að morgungyðjan er sannarlega rósfingruð er hún breiddi hönd sína á vatnið. En smám saman fórum við að veita því eftirtekt í þessari einveru okk- ar á staðnum og úti í náttúrunni að eitthvað æ meira frá byggðinni og fólkinu fór að raska þessari kyrrð. Eg vil ekki segja að við höfum neitt verið að flýja mannlífið þegar við þáðum hið góða boð þitt, það er ekki svo umsvifamikið hjá okkur núorðið, en við undum því ágætlega að vera í enn meiri friðsæld og ró og hafa ekki afskipti af neinu og vita varla af öðru í kringum okkur en náttúrunni. Við vorum ekki í neinni kynnisför eða leit að ævintýrum né komin til að safna efni í skáldsögu. En við getum ekki annað en orðið þess vör að það dregur til tíðinda og 132
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.