Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Qupperneq 24
Tímarit Máls og menningar við sáum líka að þú hefur fleira þér til ágætis og ert trauðla einhamur, og við fórum að taka betur eftir háttum þínum, þú hlóðst torfærum á vegi um daga, en sast að Ijóðalestri um nætur, ef ekki yfir galdrabókum, og lést þér ekki nægja að hafa alla þræði sveitarinnar í hendi þér, held- ur vissum við ekki fyrr en þú varst þotinn til höfuðstaðarins til að segja landsstjórninni fyrir verkum, heyrðum einnig þjóðsögur af þér sem skáldi og fórum bemr að skilja að ýmislegt væri ekki einleikið á bænum, og einhver erfðahlutur hefði fallið í skaut dótturinnar. Og þó að margt gerist með furðu í kringum þig, þá ekki síður hana. Eftir þetta fór viðnám okkar að smábresta og áhrifin utan frá að ná meiri tökum á okkur. Við reyndum þó að halda uppteknum hætti, vera eftir því sem við gátum úti í náttúrunni, hreiðra um okkur við Kerl- ingará, líta á blágresið inni við Atlavík, leita niður að fljótinu með þyrst augu á litadýrðinni og speglununum á vatninu og Fellnahlíðinni fyrir handan með græn tún, hvíta bæi, brúnleit klettabeltin, gráa mela, skugg- ana í hlíðinni, og með nákvæma eftirmynd sína í lygnum Leginum, þar sem himinninn uppi yfir og skýin vildu ekki síður fá að spegla sig. Við gripum þessar stundir í barnslegum feginleik. En þessi kyrrð og ró úti í náttúrunni fór þó æ meir að raskast, umferð að verða mikil á vegum og þyrpast að fólk, margt af því raunverulega á lífi, það hljót- um við að staðfesta, en annað naumast af okkar heimi eða þá menn löngu liðnir, svo að við vorum að einhverju leyti farin að lifa upp aftur Vikivaka Gunnars, enda ríkir andi hans hér áreiðanlega. Og ég get ekki neitað því að vakin var bæði forvitni okkar og áhugi á að vita hvað hér væri eiginlega að gerast, hverskonar byggðarlag þetta væri, hvort við værum yfirleitt stödd í afskekktri sveit eða í heimsborg eða álf- heimum. Að minnsta kosti var hér orðið meira um mannaferðir en í höfuðborginni, oft þegar við gengum eftir veginum stansar farartækið og út stíga kunningjar úr Reykjavík sem við höfðum ekki séð árum saman og taka að umfaðma okkur, eða einhverjir sem við hittum síðast í Moskvu eða öðrum stórborgum heims eða á ferðalögum um úthöfin. Og að heimili þínu fara að safnast æ fleiri lífverur, og sumar með undarlegu hátterni og var þessi sveimur einkum í kringum Sigrúnu. Fólk á næstu bæjum fór líka að fylgjast með okkur, gamlir kunningjar og jafnvel ókunnugir að bjóða okkur heim, svo að við drógumst æ meira inn í atburði dagsins. Eg fór ættlaus að heiman, en áður en við fórum var ég kominn í ætt við allt byggðarlagið, gesti og gangandi, ef ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.